Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Næstu viðburðir

 • Mán
  21
  okt
  2013
  20:15Íþr.húsið Hveragerði

  Það verður „derby“ stórleikur í fyrsta heimaleik Hamars í blaki. Erkifjendur okkar, Hrunamenn mæta þá í „Frystikistuna“ og verður barist til síðasta blóðdropa.

 • Lau
  26
  okt
  2013
  09:30Hamarshöll

  Laugardaginn 26. október frá kl. 9:30 til hádegis verður tennisíþróttin kynnt fyrir öllum sem hafa áhuga. Landsliðsmennirnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius munu sýna tennisleik og kynna reglur og síðan er öllum velkomið að prófa og fá leiðsögn.

  Tennis er vaxandi íþróttagrein á landinu og er gaman að fá boð um kynningu frá íslensku landsliðsfólki. Kynningin er ókeypis og eru allir velkomnir.

 • Sun
  27
  okt
  2013
  19:15Íþróttahús Hveragerðis

  Körfubolti kvenna og Grindavíkur konur í heimsókn. Mæta tímalega og styðjum okkar lið. Áfram Hamar.

 • Mið
  30
  okt
  2013
  19:15Vodafonehöllin

  Hér er tekið hús á Valskonum með Kristúnu, Jeleesa Butttler, Þórunni og Guggu sem allar eru fyrrverandi leikmenn Hamars auk þess sem Ágúst Björgvins er þjálfari ránfuglsins og okkur Hvergerðingum að góðu kunnur. Athyglisvert einvígi og ekkert gefið.

 • Sun
  03
  nóv
  2013
  16:00 ?Sandgerði

  Reynir S - Hamar í Bikarkeppni karla - 32 liða úrslit.

 • Fös
  08
  nóv
  2013
  18:30Egilsstaðir

  Erfiður útivöllur og Hattarmenn þekktir fyrir góða baráttu og góðan körfubolta. Eftirminnileg rimma í undanúrslitum um laust sæti í úrvalsdeild sl. vor þar sem Hamar hafði betur á endanum.

 • Þri
  12
  nóv
  2013
  20:00Völundur - Leikfélag Hveragerðis

  Miðilsfundur til styrktar körfuboltaferð krakkanna okkar  í 8-10. bekk.

  Miðlar eru þeir Skúli Lórenz og Unnur Teits Halldórs. kaffi og meðlæti og 2000 kr við innganginn.

 • Mið
  13
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Körfuboltinn rúllar og nú er hið fornfræga stórveldi KR í heimsókn og vilja þær gjarnan tvöfalda sitt stigaskor í deildinni en einu stigin þeirra hingað til komu gegn Hamarsstelpum í vesturbænum. Okkar stelpur eru hinsvegar til alls líklegar og vilja eflaust hefna frá fyrsta leik.  

  Mætum og styðjum stelpurnar okkar, áfram Hamar!

 • Fim
  14
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Hér koma sveitungar Lárusar formanns og eru eins og alltaf .. sterkir!  Mætum og styðjum strákana okkar og áfram Hamar!

 • Sun
  17
  nóv
  2013
  19:15Stykkishólmi

  Bæði lið verið á góðri siglingu og Snæfellsliðið erfitt heim að sækja en okkar stelpur geta unnið hvaða lið sem er í deildinn á góðum degi.  Áfram Hamar!

 • Fös
  22
  nóv
  2013
  20:00Smárinn Kópavogi

  Hér er Jerry Lewis aðalmaðurinn í græna búningnum en hann spilaði sem kunnugt er fyrir Hamar sl. vetur. Áfram Hamar!

 • Sun
  24
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Hér koma ungu stúlkurnar úr Keflavík með eina eldri og reyndari út Skagafirðinum með sér. Bæði lið verið á góðu "skriði" en engin afsökun að mæta ekki í Frystiksituna og áfram Hamar.

 • Mán
  25
  nóv
  2013
  20:15Hveragerði

  Leikur í 1. deild karla í blaki 25. nóv. kl. 20.15, í Hveragerði.

 • Mið
  27
  nóv
  2013
  18:30Hamarshöllin

  Fyrri hluti HSK móts, 1. deild kvenna í blaki. Miðvikudaginn 27. nóv. kl. 18.30, í Hamarshöllinni við Grýluvöll.

 • 19:15Grindavík

  Fróðlegur leikur þar sem Gridnvíkingum hefur gengið verr en spámenn héldu en Hamar aftur á móti verið ferskari en margann grunaði.

  Sport TV með beina lýsingu frá leiknum en ekki úr vegi að rúlla suðurströndina og kíkja í Röstina, áfram Hamar!

 • Lau
  30
  nóv
  2013
  16:00Vodafone höllin

  Valur tapaði í deildinni fyrir Hamri í haust, einmitt á sínum heimavelli og vilja gjarnan snúa taflinu við núna. "Allt eða ekkert" leikur og um að gera að renna í Reykjavík og hvetja okkar stelpur, áfram Hamar.

 • Fim
  05
  des
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  SKYLDUMÆTING!  Ekki meira um það að segja og áfram Hamar!

 • Lau
  07
  des
  2013
  17:00Íþr.húsið Hveragerði

  Hér mætast liðin sem drógust saman í bikarnum og við þekkjum bæði leikmenn og þjálfara Valsara eins og Gústi og stelpurnar þekkja Hamarsliðið inn og út. Tökum vel á móti þeim og áfram Hamar!

 • Fös
  13
  des
  2013
  18:00Schenkerhöllin Hafnarf.

  Haukar verið á miklu skiði undanfarið og komnar í 3.sætið eftir rólega byrjun í haust.  Hamars stúlkur verið að vinna annan hvorn leik og eru í baráttu um að halda  4. sætinu inní jólafríið.   Renna að Ásvöllum og sjá leikinn eða horfa á Haukar-Tv  

  NB! Leikurinn kl. 18.00

 • 19:15Dalhúsum Grafarvogi

  Síðasti leikur fyrir jól og erfiður útivöllur. Strákarnir okkar vilja eflaust fá einn sætan sigur í jólagjöf. Áfram Hamar!

 • Sun
  05
  jan
  2014
  19:15Njarðvík

  Fyrri 2 leikir þessara liða í vetur verið hnífjafnir og þó fallið okkar megin. Hamars stúkur stálu síðasta leik (í Njarðvík) á síðustu mínútunni og vilja þær grænklæddu eflaust hefna í byrjun árs.

 • Mið
  08
  jan
  2014
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  KR verið að hrökkva í gang í jólamánuðinum 2013 auk þess að hafa stolið sigri í fyrsta  leik þessara liða í vetur sem Hamarsliðið vill eflaust hefna fyrir. Allir á völlinn og áfram Hamar!

 • Fim
  09
  jan
  2014
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Hér er B-lið Breiðabliks í heimsókn og sýnd veiði en ekki gefin. Áfram Hamar!

 • Lau
  11
  jan
  2014
  15:00Stykkishólmi

  Erfiður útivöllur og allt að vinna fyrir okkar stúlkur. Áfram Hamar.

 • Mið
  15
  jan
  2014
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  4.leikurinn á 10 dögum hjá okkar stelpum og öflugt lið Keflavíkur í heimsókn. Síðasti leikur hnífjafn hjá þessum liðum og nú er að snúa úrslitunum okkur í hag. Áfram Hamar.

 • Fös
  17
  jan
  2014
  19:15Jaðarsbökkum Akranesi

  ÍA er spútnik lið deildarinnar með spútnik-leikmann deildarinnar, Zachary Jamarco Warren(38 stig/leik).   Strákarnir okkar ætla sér góða ferð á Skagann og áfram Hamar.

 • Mið
  22
  jan
  2014
  19:15Grindavík

  Erfiður útivöllur en síðast þarna suðurfrá var sigurinn okkar. Áfram Hamar.

 • Fim
  23
  jan
  2014
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  B-lið Fjölnis í heimsókn og voru þeir erfiðir okkar mönnum í fyrri umferðinni. Sigur náðist þá og vonandi aftur núna. Áfram Hamar!

 • Lau
  25
  jan
  2014
  13:00Hveragerði

  Leikur í 1. deilda karla í blaki 25. jan. kl. 13.00, í Hveragerði.

 • Mið
  29
  jan
  2014
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Alltaf gaman að etja kappi við Valsara. Tap í bikar en sigur í deild (2x) í fyrri viðureignum þessara liða í vetur.  Áfram Hamar!

 • Fös
  31
  jan
  2014
  20:00Síðuskóli Akureyri

  Þórsarar í toppbaráttunni og Hamar nær hinum endanum en ætlað var. Þessi lið alltaf verið með hörku leiki og áfram Hamar!

 • Fim
  06
  feb
  2014
  19:30Kaffistofa Kjörís

  Boðað til aðaðlfundar Skokkhóps Hamars og hefst fundur kl. 19:30

  Venjuleg aðalfundarstörf.

  Að loknum aðalfundi er rennt yfir hlaupaáform ársins og helstu markmið.

 • Fös
  14
  feb
  2014
  19:15Sauðárkrók

  Stólarnir nánast öruggir með 1.sætið og Úrvalsdeildarsæti ef þeir vinna þennan leik. Hamar þarf á öllum stigum að halda til að komast í úrslitakeppni þannig að ekkert gefið eftir hér. Áfram Hamar. 

 • 20:00Árbæjarsundlaug.

  10 km keppnishlaup í Powerade-hlauparöðinni. Nokkrir Hamarsmenn að keppa.

 • Sun
  16
  feb
  2014
  19:15Íþróttahúsið Hveragerði

  Snæfell getur orðið deildarmeistari ef þær vinna sinn 12. leik sinn í röð en Hamars stelpur hafa unnið 3 af síðustu 4 leikjum og bullandi séns á 4 sæti sem gefur úrslitakeppni. Allir að mæta og áfram Hamar.

 • Fim
  20
  feb
  2014
  19:15Íþróttahúsið Hveragerði

  Ná okkar strákar að fylgja eftir góðu gengi undnafarið og vinna Blikana sem eru í sömu baráttu og Hamar, um sæti í úrslitakeppni 1.deildar. Áfram Hamar.

 • Sun
  23
  feb
  2014
  14:00Grunnskólanum Hveragerði

  Hefðbundin aðalfundarstörf og Íþróttamaður Hamars og einstaka deilda heiðraðir.

  Kaffiveitingar að loknum fundi. Allir velkomnir.

 • Mið
  26
  feb
  2014
  19:15Toyotahöllin Keflavík

  Körfuboltabærinn og Hamri oftar en ekki gengið verr en andstæðingurinn á þessum slóðum en nú er tími til sigurs! Áfram Hamar.

 • Fim
  27
  feb
  2014
  19:15Íþróttahúsinu Iðu, Selfossi.

  Hörku leikur og barátta eins og alltaf. Áfram Hamar.

 • Sun
  02
  mar
  2014
  19:15Hveragerði

  Ýmislegt gengið á í vetur hjá gestum okkar en án efa eru þær gulklæddu mættar til að sækja sigur. Hamarskonur vandsigraðar á heimavelli og spila til sigurs líka. Áfram Hamar.

 • Mið
  05
  mar
  2014
  19:15Vodafone-höllin

  Þessi lið hafa att kappi 3 í deild í vetur og Hamar alltaf unnið, Valur aðeins unnið okkar stelpur í bikarnum. Næst síðast umferð í deildinni fyrir úrslitakeppni og afgerandi hvaða lið nær 4.sætinu. Áfram Hamar.

 • Fim
  06
  mar
  2014
  19:15Íþróttahúsið Hveragerði

  Koma svo strákar, sigur á Fjölni yrði sætur!

 • Sun
  09
  mar
  2014
 • Mán
  10
  mar
  2014
  17:30Hamarshöllin

  Seinni hluti HSK móts karla verður haldið í Hveragerði og stendur til kl. 21.30. 

 • 19:15"Frystikistan" Hveragerði

  Síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina ... Hamar vonandi þar en þá þarf sigur.

 • Fös
  14
  mar
  2014
  20:30Kórinn Kópavogi

  Síðast deildarleikur ... fyrir úrlsitakeppni sem Hamar vonandi nær inn í. Áfram Hamar.

 • Lau
  15
  mar
  2014
 • Sun
  16
  mar
  2014
  10:00Hamarshöllin

  Skemmtilegir fjölskyldutímar byrja sunnudaginn 16. mars nk. kl. 10.00 - 12.00 og verða alla sunnudaga í Hamarshöllinni.

  Tilsögn verður veitt á staðnum og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, stórir sem smáir.

  Verð er 500 kr. tíminn (fyrsta mæting frí) og 1000 kr. fyrir fjölskyldu óháð fjölda.

  Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 615-0099.

  Hlökkum til að sjá ykkur.

 • Mán
  17
  mar
  2014
  20:15Hveragerði

  Leikur í 1. deild karla í blaki 17. mars kl. 20.15, í Hveragerði.

 • Fim
  27
  mar
  2014
 • Fös
  04
  apr
  2014
 • Lau
  12
  apr
  2014
  14:00Selfossvöllur
 • Lau
  03
  maí
  2014
 • Lau
  17
  maí
  2014
  14:00Grýluvöllur
 • Lau
  24
  maí
  2014
  13:30Grýluvöllur
 • Fim
  05
  jún
  2014
  20:00Garðsvöllur
 • Mán
  09
  jún
  2014
 • Fös
  13
  jún
  2014
  20:00Grenivíkurvöllur
 • Sun
  15
  jún
  2014
  14:00Vopnafjarðarvöllur
 • Lau
  21
  jún
  2014
  14:00Grýluvöllur
 • Lau
  28
  jún
  2014
 • Fim
  03
  júl
  2014
  19:00Grýluvöllur
 • Fös
  11
  júl
  2014
  20:00Kaplakrikavöllur
 • Fös
  25
  júl
  2014
 • Sun
  27
  júl
  2014
  14:00Vilhjálmsvöllur
 • Fös
  08
  ágú
  2014
  19:00Víkingsvöllur
 • Lau
  16
  ágú
  2014
  14:00Grýluvöllur
 • Lau
  23
  ágú
  2014
  14:00Grýluvöllur
 • Lau
  30
  ágú
  2014
  14:00Grýluvöllur
 • Lau
  06
  sep
  2014
  14:00SS-Völlurinn
 • Lau
  13
  sep
  2014
  14:00Grundarfjarðarvöllur
 • Fim
  09
  okt
  2014
  kl 19:30Vodafonehöllinni að Hlíðarenda

  Þá er allvaran að byrja og fyrsti leikur hjá karlaliðinu er gegn Val á útivelli, endilega að fjölmenna og styðja strákana því mikilvægt er að byrja veturinn vel. 

 • Lau
  11
  okt
  2014
  Sun
  12
  okt
  2014
  13:45Íþróttahúsið við Skólamörk/Frystikistan

  Strákarnir í 9-10 bekk eru að spila fyrstu leikina sína þennan veturinn helgina 11.-12. okt. Leikirnir eru kl 13:45 og 16:15 á laugardag og síðan aftur á sunnudag kl 10.00. Endilega að mæta og hvetja strákan áfram. 

 • kl 13:00Stykkishólmur

  Strákarnir í 7. bekk halda nú um helgina í Stykkishólm til að taka þátt í fyrsta hluta á íslandsmótinu. Vonandi verður þetta hin skemmtilegasta ferð fyrir strákan og óskum við þeim góðs gengis. 

 • kl 15:15Borgarnesi

  Stelpurnar í 9. flokk eru að fara í Borgarnes helgina 11.-12. okt þar sem fyrsta mót vetrarins í þeirra flokki verður haldið, Vonandi gengur stelpunum hið besta og ná að vinna sig upp um riðill í íslandsmótinum, ÁFRAM HAMAR

 • Mán
  13
  okt
  2014
  kl 19:15Vodafonehöllinni að Hlíðarenda

  Þá er komið að því að kíkja í heimsókn til Fanneyjar, Guggu og Kristrúnar svo ekki sé nú talað um hann Gústa. Vonandi að það verði nú eitthvað gott á borðum eins og einn sigurleikur eða svo :)

 • Mið
  15
  okt
  2014
  kl 19:15Íþróttahúsið við Skólamörk/Frystikistan

  Jæja já, þá er komið að fyrsta heimaleik hjá mfl kvenna í Dominosdeildinni. Allir að mæta þar sem þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir stelpurnar í Hamri

 • Lau
  18
  okt
  2014
  Sun
  19
  okt
  2014
  kl 11:45Íþróttahús kennaraháskóla íslands

  Strákarnir í 9. bekk eru að fara að keppa á sínu fyrsta móti í vetur helgina 18.-19. okt, mótið verður haldið í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands og eru spilaðir tveir leikir á laugardag kl 11:45 og 15:30 og síðan aftur á sunnudag kl 10:15 og kl 14:00.

 • kl 15:00Hvammstangi

  Stelpurnar í 10. bekk eru að fara að leggja land undir fót og mun þeirra fyrsta mót fara fram á Hvammstanga. Vonandi komast sem flestar af stelpunum því það er jú þannig að þessar minningar eru oftast þær sem geymast lengst. 

 • kl 15:00Flúðir

  Stelpurnar í 7. flokki spila fyrsta mót vetrarins á Flúðum, Hamar og Hrunamenn eru með sameiginlegt lið í þessum flokki og eru leikirnir á laugardag kl 15:00 og kl 17:00. Á sunnudag eru aftur tveir leikir og eru þeir kl 10:00 og kl 12:00. 

 • Mið
  22
  okt
  2014
  19:15Ásvellir, Hafnarfjörður

  Nú reynir á stelpurnar í mfl kvenna að fara á erfiðan útivöll gegn Haukum. Eins og flestir vita tefla Haukar fram frábærum erlendum leikamanni í Lelu Hardy og verður fróðlegt að sjá hvort okkar stelpur ná að hemja hana. 

 • Fim
  23
  okt
  2014
  19:15Íþróttahúsið við Skólamörk/Frystikistan

  Nú er komið að því :)  Nágranar okkar frá Selfossi að koma í heimsókn og allt undir, strákarnir taplausir og nokkuð klárt að Fsu ætlar sér eitthvað meira en síðastliðinn vetur þegar Hamar vann báða leikina. HITASTIGIÐ VIÐ SUÐUMARK í Frystikistunni

 • Lau
  25
  okt
  2014
  kl 10:00Dalurinn í Hveragerði

  Strákarnir í áttunda flokki spila í Hveragerði laugardaginn 25. okt, Hamar og Hrunamenn eru í samstarfi með þennan flokk og er allt mótið spilað á einum degi. Fyrsti leikur er kl 10:00, annar kl 12:00 og þriðji leikurinn er kl 14:00. Endilega að kíkja í Dalinn og hvetja strákan áfram.

 • Lau
  25
  okt
  2014
  Sun
  26
  okt
  2014
  kl 14:00Ásgarður í Garðabæ

  Stelpurnar í 8. flokk spila sitt fyrsta mót í vetur í Garðabæ helgina 25.-26. okt, Hamar og Hrunamenn eru í samstarfi með þennan flokk og verða spilaðir tveir leikir á laugardag kl 14:00 og kl 16:00. Á sunnudag eru síðan aftur tveir leikir og eru þeir spilaðir kl 11:00 og kl 13:00

 • Mið
  29
  okt
  2014
  19:15Íþróttahúsið við Skólamörk/Frystikistan

  Annar heimaleikur mfl kvenna að bresta á og kemur stórveldið úr vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn. Það er jú með þetta stórveldi eins og önnur að það er ákaflega sætt að vinna þau, því er um að gtera að mæta í Frystikistuna og hvetja stelpurnar áfram.

 • Mið
  05
  nóv
  2014
  kl 19:15Stykkishólmur

  Meistaraflokkur kvenna ferð í heimsókn til Íslandsmeistara Snæfells, sennilega einn erfiðasti útivöllur landsins og sendum baráttukveðjur með stúlkunum okkar. 

 • Lau
  08
  nóv
  2014
  kl 11.00Ásgarður í Garðabæ

  7. Flokkur strákar (7. Bekkur), spilar í Ásgarði í Garðabæ, allir leikir á Laugardag

  • Kl 11.00 við Grindavík, kl 12.00 við Fjölnir og kl 15.00 við Stjörnuna
 • Lau
  08
  nóv
  2014
  Sun
  09
  nóv
  2014
  kl 13.30Grindavík

  Minni bolti stúlkur (5-6 bekkur), spilar í Grindavík.

  • Laugardag 08.11.2014 við Njarðvík kl 13.30 og við Grindavík kl 15.30
  • Sunnudag við 08.11.2014 KR kl 09.30 og Keflavík kl 12.30
 • kl 15.15Sauðárkrókur

  Flokkur karla (10 bekkur) spilar annað mótið sitt í vetur á Sauðárkróki helgina 8.-9. nóv. 

  • Laugardagur við Tindstóll/Kormákur kl 15.15 og Þór Ak kl 16.30
  • Sunnudagur við Tindastóll/Kormákur kl 09.00 og Þór Ak kl 11.30
 • kl 15.30Stykkishólmur

  9.Flokkur kvenna (9 bekkur) í Stykkishólmi.

  • Laugardagur við Skallgrím kl 15.30 og Hauka kl 18.00
  • Sunnudagur við Tindastól/Kormák kl 11.15 og Snæfell kl 13.45
 • Mið
  12
  nóv
  2014
  kl 19:15Frystikistan í Hveragerði

  Marín að koma í heimsókn með Keflavík frá Bítlabæjnum og enginn vafi að vel verður tekið á móti henni, vonum þó að kærleikurinn verði allur utan vallar og þótt fyrrum liðsmaður Hamars og góð stúlka sé á ferðinni þá viljum við alltaf sigur :)

 • Mið
  26
  nóv
  2014
  19:15Hveragerði

  Valur í heimsókn með nokkrar fyrrum Hamars-konur inna sinna raða. Allir á völlinn og áfram Hamar

 • Fös
  28
  nóv
  2014
  19:15Hveragerði

  Halda okkar strákar áfram sigurgöngu sinni og efsta sætinu? Allir á völlinn og áfram Hamar.

 • Mið
  03
  des
  2014
  19:15Frystikistan í Hveragerði

  Haukar koma í heimsókn og löngu orðið tímabært að hirða stig af þeim :)

 • Fim
  04
  des
  2014
  kl 20.15Frystikistan í Hveragerði

  Allir tilbúnir í læti þegar Gústi Björgvins og Danero mæta á sinn gamla heimavöll

 • Lau
  06
  des
  2014
  16:30Frystikistan í Hveragerði

  Bikarkeppnin og að sjálfsögðu mæta allir og styðja okkar stelpur gegn hinum góðglöðu Grindvíkingum

 • Sun
  07
  des
  2014
  kl 16.00Akranes

  Ekki nein spurning að jólinn eru að koma en við ætlum ekki að gefa skagamönnum neinar gjafir í þessum leik 

 • Mið
  10
  des
  2014
  kl 19.15DHL höllinn í Vesturbæ Reykjavíkur

  Gríðarlega mikilvægur útileikur gegn röndóttum í Vesturbæ, sigur settur okkar stelpur í þægilega stöðu

 • Fim
  11
  des
  2014
  kl 19.15Frystikistan í Hveragerði

  Strákarnir úr Kópavogi í heimsókn en okkar menn vel gíraðir gegn gamla liðinu hans Steina

 • Sun
  14
  des
  2014
  kl 19.15Frystikistan í Hveragerði

  Ingi Þór í heimsókn með Snæfellsliðið og ríkjandi íslandsmeistara, einn af erfiðari leikjunum en á góðum degi er okkar stúlkum allir vegir færir

 • Mið
  17
  des
  2014
  kl 19.15Keflavík

  Keflavíkur stúlkur hafa verið á mikilli siglinug í vetur með hins reynslumikla og sigursæla Sigurð Ingimundarson í brúnni, okkar stúlkur ætla án vafa að stríða þeim hressilega á þeirra heimavelli

 • Fim
  18
  des
  2014
  kl 19.15Fjölbrautarskóli Suðurlands

  Nágrannaslagur af bestu gerð, Fsu í heimsókn með Hamarsstrákinn Tóta innanborðs og allt á suðupunkti

 • Mið
  14
  jan
  2015
  19:15Íþróttahúsið Hveragerði

  Heimsókn af fullt af góðu fólki frá Hlíðarenda en tekst stelpunum okkar að ná sigri núna?

  Áfram Hamar

 • Mán
  19
  jan
  2015
  19:15Íþróttahúsið Hveragerði

  STÓRLEIKUR í 8-LIÐA ÚRSLITUM BIKARKEPPNI KKÍ

   

  HAMAR –STJARNAN þar sem Marvin nokkur Valdimarsson er búinn að lofa ræðu í hálfleik.

  Nú mæta allir á völlinn og hvetja Hamarsmenn til sigurs

 • Fim
  29
  jan
  2015
  21:00Í aðstöðuhúsinu við Hamarshöllina

  Aðalfundur blakdeildar verdur haldinn, fimmtudaginn 29. Jan, kl 21 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöllina.

  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Hamars.