Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Næstu viðburðir

 • Mán
  21
  okt
  2013
  20:15Íþr.húsið Hveragerði

  Það verður „derby“ stórleikur í fyrsta heimaleik Hamars í blaki. Erkifjendur okkar, Hrunamenn mæta þá í „Frystikistuna“ og verður barist til síðasta blóðdropa.

 • Lau
  26
  okt
  2013
  09:30Hamarshöll

  Laugardaginn 26. október frá kl. 9:30 til hádegis verður tennisíþróttin kynnt fyrir öllum sem hafa áhuga. Landsliðsmennirnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius munu sýna tennisleik og kynna reglur og síðan er öllum velkomið að prófa og fá leiðsögn.

  Tennis er vaxandi íþróttagrein á landinu og er gaman að fá boð um kynningu frá íslensku landsliðsfólki. Kynningin er ókeypis og eru allir velkomnir.

 • Sun
  27
  okt
  2013
  19:15Íþróttahús Hveragerðis

  Körfubolti kvenna og Grindavíkur konur í heimsókn. Mæta tímalega og styðjum okkar lið. Áfram Hamar.

 • Mið
  30
  okt
  2013
  19:15Vodafonehöllin

  Hér er tekið hús á Valskonum með Kristúnu, Jeleesa Butttler, Þórunni og Guggu sem allar eru fyrrverandi leikmenn Hamars auk þess sem Ágúst Björgvins er þjálfari ránfuglsins og okkur Hvergerðingum að góðu kunnur. Athyglisvert einvígi og ekkert gefið.

 • Sun
  03
  nóv
  2013
  16:00 ?Sandgerði

  Reynir S - Hamar í Bikarkeppni karla - 32 liða úrslit.

 • Fös
  08
  nóv
  2013
  18:30Egilsstaðir

  Erfiður útivöllur og Hattarmenn þekktir fyrir góða baráttu og góðan körfubolta. Eftirminnileg rimma í undanúrslitum um laust sæti í úrvalsdeild sl. vor þar sem Hamar hafði betur á endanum.

 • Þri
  12
  nóv
  2013
  20:00Völundur - Leikfélag Hveragerðis

  Miðilsfundur til styrktar körfuboltaferð krakkanna okkar  í 8-10. bekk.

  Miðlar eru þeir Skúli Lórenz og Unnur Teits Halldórs. kaffi og meðlæti og 2000 kr við innganginn.

 • Mið
  13
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Körfuboltinn rúllar og nú er hið fornfræga stórveldi KR í heimsókn og vilja þær gjarnan tvöfalda sitt stigaskor í deildinni en einu stigin þeirra hingað til komu gegn Hamarsstelpum í vesturbænum. Okkar stelpur eru hinsvegar til alls líklegar og vilja eflaust hefna frá fyrsta leik.  

  Mætum og styðjum stelpurnar okkar, áfram Hamar!

 • Fim
  14
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Hér koma sveitungar Lárusar formanns og eru eins og alltaf .. sterkir!  Mætum og styðjum strákana okkar og áfram Hamar!

 • Sun
  17
  nóv
  2013
  19:15Stykkishólmi

  Bæði lið verið á góðri siglingu og Snæfellsliðið erfitt heim að sækja en okkar stelpur geta unnið hvaða lið sem er í deildinn á góðum degi.  Áfram Hamar!

 • Fös
  22
  nóv
  2013
  20:00Smárinn Kópavogi

  Hér er Jerry Lewis aðalmaðurinn í græna búningnum en hann spilaði sem kunnugt er fyrir Hamar sl. vetur. Áfram Hamar!

 • Sun
  24
  nóv
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  Hér koma ungu stúlkurnar úr Keflavík með eina eldri og reyndari út Skagafirðinum með sér. Bæði lið verið á góðu "skriði" en engin afsökun að mæta ekki í Frystiksituna og áfram Hamar.

 • Mán
  25
  nóv
  2013
  20:15Hveragerði

  Leikur í 1. deild karla í blaki 25. nóv. kl. 20.15, í Hveragerði.

 • Mið
  27
  nóv
  2013
  18:30Hamarshöllin

  Fyrri hluti HSK móts, 1. deild kvenna í blaki. Miðvikudaginn 27. nóv. kl. 18.30, í Hamarshöllinni við Grýluvöll.

 • 19:15Grindavík

  Fróðlegur leikur þar sem Gridnvíkingum hefur gengið verr en spámenn héldu en Hamar aftur á móti verið ferskari en margann grunaði.

  Sport TV með beina lýsingu frá leiknum en ekki úr vegi að rúlla suðurströndina og kíkja í Röstina, áfram Hamar!

 • Lau
  30
  nóv
  2013
  16:00Vodafone höllin

  Valur tapaði í deildinni fyrir Hamri í haust, einmitt á sínum heimavelli og vilja gjarnan snúa taflinu við núna. "Allt eða ekkert" leikur og um að gera að renna í Reykjavík og hvetja okkar stelpur, áfram Hamar.

 • Fim
  05
  des
  2013
  19:15Íþr.húsið Hveragerði

  SKYLDUMÆTING!  Ekki meira um það að segja og áfram Hamar!

 • Lau
  07
  des
  2013
  17:00Íþr.húsið Hveragerði

  Hér mætast liðin sem drógust saman í bikarnum og við þekkjum bæði leikmenn og þjálfara Valsara eins og Gústi og stelpurnar þekkja Hamarsliðið inn og út. Tökum vel á móti þeim og áfram Hamar!

 • Fös
  13
  des
  2013
  18:00Schenkerhöllin Hafnarf.

  Haukar verið á miklu skiði undanfarið og komnar í 3.sætið eftir rólega byrjun í haust.  Hamars stúlkur verið að vinna annan hvorn leik og eru í baráttu um að halda  4. sætinu inní jólafríið.   Renna að Ásvöllum og sjá leikinn eða horfa á Haukar-Tv  

  NB! Leikurinn kl. 18.00

 • 19:15Dalhúsum Grafarvogi

  Síðasti leikur fyrir jól og erfiður útivöllur. Strákarnir okkar vilja eflaust fá einn sætan sigur í jólagjöf. Áfram Hamar!