Unglingameistaramót HSK í badminton var haldið í Hveragerði, sunnudaginn 29. nóvember s.l. Þátttakendur voru 36 , frá fjórum félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, og UMFH í Hrunamannahreppi.   Keppt var um 10 HSK meistartitla í U13 ára og upp í U19 ára og vann Hamar alla HSK meistaratitlana þetta árið.

Bjarndís Helga Blöndal varð tvöfaldur HSK meistari, í undir 17 ára og undir 19 ára og Imesha Chaturanga, Hamri varð töfaldur HSK meistari, í undir 17 ára og undir 19 ára. Keppendum er leyfilegt að keppa í fleiri en einum flokki;  sínum og svo upp fyrir sig í aldri. Ekki er keppt um HSK meistaratitla í undir 11.

Unglingameistaramót HSK er stigakeppni milli félaganna og sigraði Hamar enn og einu sinni eins og svo mörg undanfarin ár. Hamar fékk 72 stig, Þór 9 stig, UMFH 8 stig og  Dímon fékk ekki stig.

Mótið var hið glæilegasta og og sýnir okkur að Sunnlendingar eiga mjög svo frambæilega spilara á landsvísu.

Stúlkurnar í undir 15 ára og 17 ára kepptu með drengjunum í riðli og stóðu sig þar afburðavel.

Úrslit í einstökum flokkum urðu eftirfarandi:

 

Undir 11 ára – snáðar

  1. sæti: Daníel Ísberg, Hamar
  2. sæti: Daníel Njarðarson, Hamar
  3. sæti: Pétur S. Pálsson, Hamar

 

Undir 11 ára – snótir

  1. sæti: Silja Rós Þorsteinsdóttir, Hamar
  2. sæti: Vigdís Lilja Árnadóttir, Dímon

 

Undir 13 ára – hnokkar

  1. sæti: Guðjón Helgi Auðunsson, Hamar
  2. sæti: Árni Veigar Thorarensen, Hamar
  3. sæti: Axel Örn Sæmundsson, Þór
  4. sæti: Daníel Ísberg, Hamar

 

Undir 13 ára – hnátur

  1. sæti: Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar
  2. sæti: Þóra Björg Þórðardóttir, Þór
  3. sæti: Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
  4. sæti: Silja Rós Þorsteinsdóttir, Hamar

 

Undir 15 ára – sveinar

  1. sæti: Birgir Rúnar Steinarsson Busk, Hamar
  2. sæti: Brandur Gunnvantsson, Hamar
  3. sæti: Kjartan Helgason, UMFH
  4. sæti: Sigurður Páll Ásgeirsson, Hamar

 

Undir 15 ára – meyjar

  1. sæti: María Ólafsdóttir, Hamar
  2. sæti: Sædís Lind Másdóttir, Hamar

 

Undir 17 ára – drengir

  1. sæti: Imesha Chaturanga, Hamar
  2. sæti: Ólafur Dór Steindórsson, Hamar
  3. sæti: Daði Geir Samúelsson, UMFH
  4. sæti: Hákon Fannar Kristjánsson, Hamar

 

Undir 17 ára – stelpur

  1. sæti: Bjarndís Helga Blöndal, Hamar

 

Undir 19 ára – piltar

  1. sæti: Imesha Chaturanga, Hamar
  2. sæti: Ólafur Dór Steindórsson, Hamar
  3. sæti: Daði Geir Samúelsson, UMFH
  4. sæti: Hákon Fannar Kristjánsson, Hamar

 

Undir 19 ára – stelpur

  1. sæti: Bjarndís Helga Blöndal, Hamar