Hamarsmenn fengu lið GG frá Grindavík í heimsókn í undanúrslitum Lengjubikars KSÍ á Selfossi sunnudaginn sl. Leikurinn enadaði með 1-2 sigri GG manna eftir mikinn baráttuleik. GG komst yfir á 12.mínutu eftir klaufaskap í vörn Hamarsmanna. Bæði lið fengu færi til að skora en allt kom fyrir ekki endaði fyrri hálfleikurinn verðskuldað 0-1 fyrir GG. Hamarsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og fengu nokkur færi til að jafna leikinn en á 55.mínútu komust GG menn í skyndisókn og bættu við öðru marki og á brattann að sækja fyrir Hamarsmenn. Eftir seinna mark GG færðist harka í leikinn og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Hamar hélt áfram að sækja og komu sér í góð færi en tókst þó ekki að klóra í bakann fyrr en of seint með góðu marki Ísaks Leó Guðmundssonar í uppbótartíma en það reyndist síðasta spyrna leiksins og enduðu leikurinn því 1-2 fyrir sterku liði GG og mæta þeir liði Snæfells í úrslitum Lengjubikarsins.

Þetta var síðasti leikur Hamars áður en alvaran tekur við en fyrsti leikur Hamars er 14.maí þegar Hamar tekur á móti Álafoss á Grýluvelli kl.20. ljóst er að þetta verður skemmtilegt knattspyrnusumar í Hveragerði.