Hamarsmenn tóku á móti Kóngunum í A-riðli 4. deildar í prýðilegu veðri á fimmtudagskvöldið. Fyrirfram var búist við léttum leik og öruggum sigri Hamars og var byrjunarlið Hamars og hópurinn í heild skipaður heimamönnum að mestu leyti. Annað kom á daginn í fyrri hálfleik og voru okkar menn ekki í takti við leikinn og kannski búist við að það væri eingöngu formsatriði á klára leikinn. Hamars menn komust í 1-0 með marki frá Danna sem átti heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum og skora þrennu áður en yfir lyki. Kóngarnir jafna með marki úr vítaspyrnu þar sem varnarmistök valda þvi að markvörður Hamars er seinn í boltann og brýtur á sóknarmanni Kónganna og uppskar beint rautt spjald að launum. Klárt víti en aldrei undir neinum kringumstæðum rautt spjald. Ölli skellir sér hanskana og reynir fyrir sér í markinu öruggt víti sendi fyrirliðann í rangt horn. Fyrri hálfleikur hálfnaður og Ölli stóð vaktina í markinu fram að leikhléi. Ekkert gekk hjá Hamri í fyrri hálfleik en leikar stóðu 1-1 eftir dapran fyrri hálfleik. Ólafur Hlynur gerði fjórar breytingar í hálfleik og komu menn talsvert sprækari til baka í seinni hálfleik þar sem áhorfendur fengu að sjá brot af því sem í heimamönnum býr. Jói Snorra tók að sér markmannshlutverkið og Ölli fór aftur inn á miðjuna. Spilið batnaði með hverri mínútunni og eftir ca 60 mínútna leik var Danni aftur á ferðinni og staðan orðin 2-1. Sex mínútum síðar er Logi á ferðinni og leikur snyrtilega á tvo varnarmenn Kónganna og setur boltann glæsilega netið. Staðan 3-1 og Kóngarnir fallnir úr hásæti sínu. Danni fullkomnar svo þrennuna úr vítaspyrnu. Undir lok leiksins gerir svo Ölli stálheiðarlega tilraun til að stela klaufalegu sjálfsmarki markvarðar Kónganna en dómarinn sá í gegnum það og Ölli fékk markið ekki skráð á sig. 5-1 lokatölur þar sem Hamar var síst betri aðilinn í fyrri hálfleik en tóku sig svo taki og lönduðu öruggum sigri og þremur stigum í hús.