Hamar komst í úrslit Lengjubikarsins á dögunum þegar liðið lagði KH í undanúrslitaleik. Liðið mætti sterku liði KFG í úrslitaleik. KFG hafði líkt og Hamar unnið alla sína leiki í Lengjubikarnum og einungis fengið á sig eitt mark fyrir úrslitaleikinn. Leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir Hvergerðingar mættu til að styðja við bakið á strákunum.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið að þreyfa á hvoru öðru. Á 12. mínútu tók einn varnarmanna KFG sig til og tók hressilega tæklingu á Tómas Hassing sem var að komast innfyrir vörn KFG. Leikmaður KFG fékk réttilega að líta rauða spjaldið fyrir þessa ljótu tæklingu. Hamar var því einum fleirri nánast allann leikinn. Á 18. mínútu áttu Hamarsmenn flotta sókn sem endaði með því varnarnarmaður KFG sparkar boltanum í Frissa sem setur hann glæsilega inn í markið. Smá heppnis stimpill yfir markinu, en Frissi gerði mjög vel. Eftir þetta duttu Hamar aðeins niður og KFG voru að spila betur þrátt fyrir að vera einum færri. Á 24 mínútu kemur fyrirgjöf frá KFG inn í teig Hamars, varnarmenn gleyma sér og skorar sóknarmaður KFG. Svo á 30. mínútu voru Hamarsmenn aftur klaufar þegar þeir gefa boltann á leikmann KFG rétt fyrir utan teig. Leikmaðurinn skorar einn á móti markmanni. Staðan orðinn 2 – 1 fyrir KFG þrátt fyrir að vera einum manni færri. Eftir þetta rifu Hamarsmenn sig aðeins í gang en náðu ekki að jafna fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks skora KFG mjög umdeilt mark þegar sóknarmaður þeirra tæklar Nikulás í marki Hamars þegar hann heldur á boltanum. Við tæklinguna missir Nikulás boltann og sóknarmaðurinn leggur boltann í netið. Dómaranum fannst ekki ástæða til þess að dæma aukaspyrnu á það. Hamarsmenn attu leikinn eftir þetta og reyndu eins og þeir gátu til að minnka muninn. Á 75. mínútu var skotið í stöng og var Palli fyrstur að átta sig og tók frákastið og lagði boltann í netið. Við þetta kom von hjá Hamri og strax á næstu mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu fyrir utan teig. Liam setti boltann inn í teiginn þar sem Palli var aftur á ferðinni og stökk manna hæðst og skallaði boltann í netið. Frábær endurkoma hjá Hamri og voru leikar jafnir 3 – 3 þegar um 15 mínútur voru eftir að leiknum. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að reyna skora og sækja til sigurs, en án árangurs. Leikurinn endaði 3 – 3 og þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að fá úrslit í leikinn. Í vítaspyrnukeppninni varði Nikulás glæsilega tvær spyrnur og sendu KFG boltann einu sinni framhjá. Hamar misnotaði einnig tvær spyrnur og var komið að Didda að taka síðustu spyrnuna. Diddi skoraði örruglega úr henni og tryggði Hamar Lengjubikarstitillinn!

Leikurinn var frábær skemmtun og fengu fjölmargir áhorfendur leiksins mikið fyrir sinn snúð. Stemmninginn var svo sannarlega Hvergerðinga í stúkunni og þessi leikur var vonandi forsmekkur af góðu sumri hjá Hamri í ár. Hvergerðingar eru hvattir til að fylgjast með liðinu í sumar og búa til ógleymanlega stemmningu á Grýluvelli. Næsti leikur liðsins er gegn Vatnaliljunum í Borgunarbikarnum. Leikurinn er á sunnudaginn kl 13:00 í Fagralundi.

Byrjunarlið

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Sigurður Andri – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Hrannar

Kantmenn: Frissi – Daníel

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

46. mín Frissi (ÚT) – Palli (INN)

69. mín Tómas H (ÚT) – Kaleb (INN)

70. mín Sigmar (ÚT) – Diddi (INN)

 

ÁFRAM HAMAR!!!