Hamar spilaði undanúrslitaleik Lengjubikarsins gegn KH á Vodafone vellinum í gær. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og var því ljóst að Hamar var að mæta mjög sterku liði KH.

Hamar byrjaði leikinn mjög vel og áttu mjög góð færi í byrjun leiks. Markvörður KH varði vel og marksúlurnar fengu aðeins að kenna á því á fyrstu mínútunum. Hamarsmenn voru meira með boltann en boltinn neitaði að fara í netið. En á 7 mínútu gleymdu Hamarsmenn sér aðeins í sókninni og sóttu KH hratt upp völlinn sem endaði með marki frá KH. Staðan var því orðinn 1-0 þvert á gang leiksins. Hamarsmenn héldu áfram að sækja að marki KH og komu margir flottir spilkaflar í leik liðsins. Á 22. mínútu tók Hákon aukaspyrnu við miðju vallarins. Ölli var fyrstur í boltann og skallar yfir markvörð KH beint fyrir fætur Daníels sem potar boltanum yfir línuna. Verðskuldað mark og var allt í járnum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Bæði lið fengu ágætis færi en staðan í hálfleik var 1-1. Í seinni hálfleik var minna af færum en  bæði lið spiluðu ágætlega og var greinilegt að liðin ætluðu sér í úrslitaleik. Á 73. mínútu fékk Hrannar boltann fyrir utan teig. Hrannar ákveður að skjóta boltanum sem endar í markinu, glæsilegt utanfótar skot sem var óverjandi fyrir markvörð KH. Eftir þetta lágu Hamarsmenn til baka og voru mjög þéttir. KH fékk eitt mjög gott færi til að jafna leikinn en Nikulás í marki Hamars varði glæsilega. Lokatölur voru 1 – 2 fyrir Hamri og ljóst er að liðið leikur til úrslita í Lengjubikarnum.

Frábær sigur hjá Hamarsmönnum sem hafa unnið 5 leiki í röð. Liðið mun mæta mjög sterku liði KFG í úrslitunum. KFG hefur einnig unnið alla sína leiki svo ljóst er að Hamar þarf að eiga góðann leik til að sigra Lengjubikarinn. Leikurinn verður á sunnudag kl 19:00 á Samsung vellinum í Garðabæ. Nú eiga allir Hvergerðingar að sameinast í bíla og hvetja strákana til sigurs í Lengjubikarnum á sunnudaginn!

Byrjunarlið Hamars.

Markvörður: Nikulás.

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Ölli – Liam – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar:

60. mín Palli (INN) – Kaleb (ÚT)

60.mín Sigurður Jóhann (INN) – Tómas A (ÚT)

87.mín Sindri (INN) – Hrannar (ÚT)

89. mín Ómar (INN) – Tómas H (ÚT)