Góður sigur í gær á Hattamönnum í fyrstu rimmu liðanna, 86-73 þar sem 3. leikhluti vannst 28-11 og lagði grunn að sigri okkar manna.

Leikurinn gegn Hetti byrjaði með troðslu Hollis í fyrstu sókn sem lofaði góðu en samt var það okkar hlutskipti að elta austanmemm nánast allan fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 21-22 eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik var staðan 40-42.

Örn var mikið út af fyrir hlé þar sem hann fékk snemma lleiks 2 villur og Lárus einnig en báðir með 3 villur í leikhlé. Hjá Hetti virtist Sandidge ekki ná sér á strik en hann fiskaði nokkar dýrmætar villurnar á okkar menn en illa gekk að ráða við Bracey sem hitti nánst öllu sem hann kastaði í átt að körfunni.
 
3.leikhlut spilaðist svipað og hingað til en liðin skiptust nú á að hafa forustu fram að stöðunni 49-47 breyttist staðan á stuttum tíma í 66-49 og tæpar 2 mínútur lifðu af leikhlutanum. Hér small vörn okkar manna algerlega og allt virtist ofaní hjá Hamri meðan lukkan var farin út og suður hjá Hattarmönnum. Leikhlutinn endaði þó á tveim stigum frá Frosta, Hattarmanns og fyrrum Hamars leikmanns og 66-51 nokkuð vænlegt fyrir okkur. Eftirleikurinn í 4. leikhluta var auðveldur og mest munaði 20 stigum en Hattarmenn komu alltaf til baka aftur. Leikurinn endaði 86-73 þar sem heimamenn nýttu sér að spila á fleiri leikmönnum en Höttur og breiddin aðeins meiri þetta kvöldið.
 
Hollis var með 18 stig, 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að auki.Örn var með 18 stig, Raggi Nat tók 17 fráköst og setti 11 stig og Oddur Ólafs 9 stig. Gamla settið hjá heimamönnum voru afbragð þar sem Haddi Brill var með 100% skotnýtingu og 8 stig en Lárus Jóns setti einnig 8 stig og gaf 9 stoðsendingar, Þorsteinn var með 6 stig líkt og Bjartmar  og Bjöggi setti 2 stig.
Hjá gestunum var Bracey með 26 stig og 26 framlagsstig í kvöld.  Sandidge var með 15 stig og 12 fráköst, Viðar Örn 10 stig og Andri Kristleifs einnig 10 stig en aðrir minna.
Frákastarmman fór 48-28 fyrir Hamar.
 
Vel var mætt á pallan í gær (ca. 350 manns) og gaman að því en áhorfendur stóðu sig með hreinum ágætum líkt og strakarnair á vellinum.
Liðin eiga leik aftur á föstudag á Eigilstöðum kl. 18.30 en tvo sigra þarf til að fara áfram í úrlitarimmuna. Ef um oddaleik verður að ræða er hann settur hér heima á nk. sunnudag kl. 19.15