Hamar fékk Stjörnuna í heimsókn og nokkur spenna í húsinu í Hveragerði um það hvort liðið kæmist í 4-liða úrslit Powerade bikarkeppninnar í ár. Í ljós kom að Hamar var klárlega betra liðið þetta kvöld og uppskáru öruggan sigur 86-60 og Hamar fyrst liða í 4 liða úrslitin í ár.
 
Kjartan Stjörnu-þjálfari veikur heima en þær Súsanna, Kristín, Bára, Bryndís Hanna og Andrea í byrjunariði gestanna og ljóst á þeirra upphitun að nú skyldi landað sigri.
Hallgrímur stillti upp með þær Írisi, Marín, Álfhildi, Jenný og Dagný Lísu og Hvergerðingar nokkurð brattir fyrir leik eftir sigur í Ásgarði skömmu fyrir jól í deildinni.
 
Byrjunin var nokkuð jöfn og staðan 6-2 í nokkurn tíma eða þar til Stjörnustúlkur settu 2 þrista og komust yfir 6-7 og héldu þeim mun í 1.leikhluta 14-15. Nokkuð um mistök á báða bóga og smá spenna í stelpunum.
 
Eitthvað var boltinn að ganga betur í 2.leikhluta hjá heimastúlkum og þær höfðu frumkvæðið en alltaf komu Stjörnusúlkur til baka og þá helst með skotum fyrir utan. Hamarsstúlkur sýndu svo virkilega klærnar í lok leikhlutans og leiddu skyndilega með 10 stigum inn í leikhlé, 34-44. Hamar vann 2.leikhluta því 30-19 og voru komnar í gang.
 
3. leikhluti byrjaði eins og annar endaði með stórsókn Hamars kvenna og staðan orðin þækileg fyrir heimaliðið strax um miðjan leikhlutan og í raun aldrei spenna eftir það. Hamar vann þennan leikhluta 24-10 og síðasta leikhlutann einnig 18-16 þrátt fyrir að Marín væri komin með 5 villur snemma síðasta hlutann. Lokatölur reyndust því 86-60 Hamri í vil.
 
Kristín Fjóla var best Stjörnukvenna með 17 stig og 6 fráköst en Bryndís Hanna var einnig góð sem leikstjórnandi síns liðs en annars dreifiðst stigaskorið mikið hjá Stjörnustelpum.
Hjá Hamri var Íris Ásgeris með afbragðs leik og skoraði 25 stig, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Marín var með 20 stig og 10 fráköst, Katrín Eik 13 stig og 12 fráköst en aðrir minna.
 
 
Það er því ljóst að Hamar er fyrsta liðið í 4 liða úrslit Powerade bikarkeppninnar og bíður þar efalaust erfitt verkefni en hinir leikir 8-liða úrslitanna fara fram um helgina.
 
hamar-stjarnan01