Héraðsmeistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn, laugardaginn 14. nóvember s.l. Þátttakendur voru 64 , frá sex félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, UMFH í Hrunamannahreppi, Garpi og Heklu.

Keppt var um 12 HSK meistartitla og vann Hamar tíu, Garpur einn og UMFH einn. Bjarndís Helga Blöndal varð þrefaldur HSK meistari, í undir 17 ára, undir 19 ára, og í kvennaflokki. Jakob Fannar Hansen varð HSK meistari í karlaflokki. Imesha Chaturanga, Hamri, varð töfaldur HSK meistari, í u – 17 og u – 19 ára. Keppendum er leyfilegt að keppa í fleiri en einum flokki, sínum og svo upp fyrir sig í aldri. Ekki er keppt um HSK meistaratitla í u – 11 ára.

Héraðsmeistaramót HSK er stigakeppni milli félaganna og sigraði Hamar enn einu sinni, eins og undanfarin ár. Hamar fékk 92 stig, Þór 24 stig, UMFH 14 stig og Garpur 6. Hekla og Dímon fengu ekki stig.

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað þátttakendur voru margir í karla- og kvennaflokki og þá sérstaklega í öldungaflokki. Það sýnir að íþróttin á framtíð fyrir sér á elliheimilum Suðurlands.

Mótið var hið glæsilegasta og sýnir okkur að Sunnlendingar eiga mjög svo frambærlega spilara á landsvísu.

Úrslit í einstökum flokkum urðu eftirfarandi:

 

Undir 11 ára – snáðar

  1. sæti: Daníel Ísberg, Hamar
  2. sæti: Daníel Njarðarson, Hamar
  3. sæti: Gabríel Stefánsson, Dímon

 

Undir 11 ára – snótir

  1. sæti: Silja Rós Þorsteinsdóttir, Hamar
  2. sæti: Vigdís Lilja Árnadóttir, Dímon

 

Undir 13 ára – hnokkar

  1. sæti: Guðjón Helgi Auðunsson, Hamar
  2. sæti: Axel Örn Sæmundsson, Þór
  3. sæti: Árni Veigar Thorarensen, Hamar
  4. sæti: Grétar Þór Guðmundsson, Þór

 

Undir 13 ára – hnátur

  1. sæti: Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
  2. sæti: Hrönn Jónsdóttir, Hamar
  3. sæti: Þóra Björg Þórðardóttir, Þór
  4. sæti: Silja Rós Þorsteinsdóttir, Hamar

 

Undir 15 ára – sveinar

  1. sæti: Jan Hinrik Hansen, Hamar
  2. sæti: Brandur Gunnvantsson, Hamar
  3. sæti: Kjartan Helgason, UMFH
  4. sæti: Sigurður Páll Ásgeirsson, Hamar

 

Undir 15 ára – meyjar

  1. sæti: María Ólafsdóttir, Hamar
  2. sæti: Sædís Lind Másdóttir, Hamar

 

Undir 17 ára – drengir

  1. sæti: Imesha Chaturanga, Hamar
  2. sæti: Jan Hinrik Hansen, Hamar
  3. sæti: Daði Geir Samúelsson, UMFH
  4. sæti: Ólafur Dór Steindórsson, Hamar

 

Undir 17 ára – stelpur

  1. sæti: Bjarndís Helga Blöndal, Hamar

 

Undir 19 ára – piltar

  1. sæti: Imesha Chaturanga, Hamar
  2. sæti: Jan Hinrik Hansen, Hamar
  3. sæti: Daði Geir Samúelsson, UMFH
  4. sæti: Ólafur Dór Steindórsson, Hamar

 

Undir 19 ára – stelpur

  1. sæti: Bjarndís Helga Blöndal, Hamar

 

Karlaflokkur

  1. sæti: Jakob Fannar Hansen, Hamar
  2. sæti: Friðrik Sigurbjörnsson, Hamar
  3. sæti: Gilbert Þór Hólmarsson, Þór
  4. sæti: Gísli Gíslason, Garpi

 

Kvennaflokkur

  1. sæti: Bjarndís Helga Blöndal, Hamar
  2. sæti: Karen Ýr Sæmunsdóttir, Þór
  3. sæti: Þórunn Andrésdóttir, UMFH
  4. sæti: Aðalbjörg J. Helgadóttir, Þór

 

Karlaflokkur +40 ára

  1. sæti: Gísli Gíslason, Garpur
  2. sæti: Sigurður Blöndal, Hamar
  3. sæti: Bjarni Árnason, Hamar
  4. sæti: Sigurbjörn Birgisson, Hamar

 

Kvennaflokkur + 40 ára

  1. sæti: Þórunn Andrésdóttir, UMFH