Hamar mætti Vatnaliljunum í fyrstu umferð Borgunarbikarsins í gær. Leikurinn var spilaður í Fagralundi, heimavelli Vatnaliljana. Vatnaliljurnar eru með flott lið og komust þeir í undanúrslit Lengjubikarsins. Liðin eru í sama riðli í 4. deildinni í sumar og munu liðin mætast þrisvar í sumar.

Leikurinn fór rólega af stað en Hamar var mun meira með boltann og áttu nokkur ágætis færi. Á 7. mínútu leiksins sváfu Hamarsmenn á verðinum og komst sóknarmaður Vatnaliljana innfyrir vörn Hamars og skoraði. Hamarsmenn voru því undir 1-0 snemma leiks þvert á gang leiksins. Hamar hélt áfram að sækja og áttu ágætis færi sem þeir nýttu ekki. Á 30. mínútu átti Hrannar góða fyrirgjöf sem Palli kláraði vel með höfðinu. Hamarsmenn búnir að jafna metin og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur var spipaður, Hamarsmenn voru meira með boltann og áttu nokkur góð færi til að klára leikinn en góður markvörður Vatnaliljana Björn Metúsalem varði mjög vel. Björn spilaði með Hamri um 100 leiki í deild og bikar. Nokkuð mikið var um pústra á vellinum og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér að komast í næstu umferð. Leikurinn endaði 1-1 og þurfti að framlengja leikinn. Lítið gerðist í framlengingunni, en á 5. mínútu seinni framlengingarinnar náði Liam að koma boltanum yfir línunna eftir klafs í vítateignum. Þetta reyndist vera sigurmarkið og því komst Hamar áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins. Hamarsmenn hafa spilað betri leik en aðal málið er að sigur kom í höfn.

Hamar mun taka á móti 3. deildar liðinu Reynir Sandgerði 11. Maí. Leikurinn verður vonandi á Grýluvelli. Unnið er hörðum höndum að koma vellinum í stand fyrir sumarið og lítur hann vel út.

Byrjunarlið

Markvörður: Stefán Hannesson

Vörn: Sigmar – Hákon – Tómas A – Sigurður Jóhann

Miðja: Ölli – Sindri – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Palli

Skiptingar

59. mín Tómas H (INN) – Palli (ÚT)

66. mín Liam (INN) – Sindri (ÚT)

84. mín Frissi (INN) – Daníel (ÚT)