Á morgun fimmtudag kl: 20:15 koma Valsmenn í heimsókn í frystikistuna að spila við okkar drengi. Liðin mættustu í fyrsta leik tímabilsins í haust þar sem Hamar vann nokkuð sannfærandi . Valsmenn hafa spilað sjö leiki í deildinni og unnið fjóra á meðan Hamar hefur sigrað sex í sjö leikjum. Strákarnir hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum og áttu mjög góðan leik í síðustu umferð á móti KFÍ. Valsliðið hefur verið upp og ofan á þessum tímabili en þeir munu klárlega selja sig dýrt á morgun.

Með Val leikur Danero Thomas sem spilaði í frystikistunni á síðasta tímabili og jafnframt er Ágúst Björvins þjálfari Valsmanna en hann þekkir vel til Hamarsliðsins en eins og allir vita þjálfaði hann bæði kalla og kvennalið félagsins á sínum tíma. Í okkar liði eru tveir leikmenn sem hafa spilað með Val þeir Snorri Þorvaldsson og Kristinn Ólafsson, Ari þjálfari var aðstoðaþjálfari hjá Valsmönnum á síðasta tímabili.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl: 20:15.

Allir að fjölmenna í frystikistuna á morgun og styðja strákana í baráttunni!

Áfram Hamar!

Mynd: Kristinn Ólafsson mætir sínum gömul félögum á morgun.