Síðastliðinn laugardag fóru stúlkurnar okkar í Kópavoginn og spiluðu við Breiðablik, þetta var annar leikurinn með nýjan erlendann leikmann og smá spenna í hópnum fyrir leiknum þar sem Breiðablik hafði unnið fyrri leik þessara liða í Hveragerði.  Það er óhætt að segja að aðeins hafi verið farið að fara um stuðningsmenn Hamars eftir fyrsta leikhluta því Breiðablik hafði tekið öll völd á vellinum síðustu tvær og hálfa mínúttuna og skorað síðustu tíu stig leikhlutans (20-12).  Allt annað Hamarslið mætti hinsvegar til leiks í öðrum leikhluta og tóks stelpunum okkar að halda Breiðablik í sex stigum allan annan leikhluta á meðan okkar lið skoraði sextán stig. Það var því mun léttara yfr áhorfendum og stelpunum í hálfleik en verið hafði tíu mínúttum áður og leiddu Hamarsstúlkur í 26-28.  Í þriðja leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum þótt Hamar hafi unnið leikhlutan með fjórum stigum (44-50). Það var síðan í fjórða leikhluta sem leiðir skildu og þægilegum sextán stiga sigri landað (50-66) og vonandi verður þetta neistinn sem þarf til að kveikja í liðinu fyrir jólatörninna. Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að minnast á flottan leik Kristrúnar Rutar sem skoraði 9 stig, klikkaði ekki á tveggja stiga skoti, gaf 5 stoðsendingar og reif til sín 4 fráköst, sannarlega flottur leikur hjá henni. Í lokinn er svo rétt að minna á næsta heimaleik hjá stelpunum sem er gegn Haukum á miðvikudag 3.des kl 19.15

 

Sydnei Moss  25 stig og 12 fráköst

Þórunn Bjarnad  11 stig og 3 fráköst

Kristrún Rut  9 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar

Sallbjörg (Dalla)  8 stig og 9 fráköst

Sóley  5 stig og 10 fráköst

Heiða  6 stig og 6 fráköst

Helga Vala 2 stig