Kvennalið Hamars í 1. deild fékk Fylki í heimsókn í kvöld.

Leikurinn var svokallaður 6 stiga leikur þar sem bæði lið voru í botnbaráttu og því að miklu að keppa.

Hamar byrjaði leikinn vel og komst í 2-0 í jöfum og spennanfi hrinum. Liðið átti svo erfitt með að halda einbeitingu í 3ju hrinu og tapaði henni 16-25.

4ða hrinan var svo jöfn og spennandi. Hamar lagði allt í sölurnar til að vinna hrinuna og sleppa við að fara í oddahrinu. Fór svo að hamar sigraði 28-26 og þar með leikinn 3-1 og lyfti sér með því úr botnsæti deildarinnar, uppfyrir ÍK sem er án stiga og upp að hlið Fylkis sem er einnig með 3 stig.