Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Fundur – Hengilshlaup 2013

Minnum á fundinn á morgun fyrir starfsmenn í Hengill-Ultra 2013 en bjóðum einnig velkomna á fundin þátttakendur í hlaupinu sjálfu ef þeir vilja koma og fræðast.

Fundurinn er kl. 20.00 í húsnæði Kjörís ehf. að Austurmörk 15. Farið yfir hlaupaleið, drykkjarstöðvar og starfsstöðvar sem og aðra hluti sem varða skipulagið.  Útlit er fyrir frábært hlaupaveður á laugardaginn og þátttakan er samkvæmt vonum góð. 50 mílna hlauparar verða ræstir kl. 6.00 um morguninn og 50 km hlaupararnir kl. 9.00

Kv. PIF / AT