hofland-logoFramhaldsskólamót Hoflands setursins og knattspyrnudeildar Hamars fór fram síðastliðinn laugardag í Hamarshöllinni. Þátttaka í mótið var ágæt og fór það vel fram og var mikið um skemmtilega og spennandi leiki. Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem efst tvö liðin léku á víxl í undanúrslitum áður en leikið var um sæti. 

Þátttökulið mótsins komu meðal annars frá Laugum, Akureyri og Egilsstöðum og fá þau sérstakt hrós fyrir að leggja í slíka ferð til að taka þátt. Annars eiga öll liðin hrós skilið fyrir prúðmennsku og skemmtilega framkomu sem var skólum þeirra algerlega til sóma. 

Ákveðið hefur verið að halda annað (og stærra) mót fyrir framhalsskóla landsins í haust og miðað við móttökurnar og þátttökuna nú er búist við fjölmenni í Hamarshöllina á haustdögum. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum mótsins sem og úrslit leikja. 

Knattspyrnudeild Hamars vill þakka Hofland setrinu fyrir aðkomu sína að mótinu sem og allra annara sem tóku þátt í framkvæmd þess. 

flensborg-1._saeti

laugar2-2._saeti

laugar1-3._saeti

urslit (1)