Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Flottur hópur í Kökuhlaupinu.

Það var flottur hópur frá Hamri sem þreytti „Kökuhlaupið“ nýverið hjá Umf. Samhygð í frábæru veðri 5.apríl sl. Ekki var laust við að þjálfarinn okkar hafi farið aðeins fram úr sér í gleðinni yfir að vera með svona flottan og fjölmennan hóp. Pétur hljóp 5 km þrátt fyrir meiðsli svona af gömlum vana á rúmum 28 mínútum en hann var eini frá okkar félagi í 5 km hlaupinu.

11 hlauparar af 80 þátttakendum í 10 km hlaupinu voru frá okkur og er þetta að verða að föstum lið í vordagskrá Skokkhóps Hamars.  Ida Lön var fyrst í sínum aldurflokki og var okkar eini fulltrúi á verðlaunapalli í ár. Einvígi sem boðað hafði verið til milli Valdimars og Jakobs „fuðraði“ upp í meiðslum en engu að síður hljóp Jakob hlaupið á enda og sýndi þar sanna keppnishörku þrátt fyrir meiðsli. Kannski að hann hafi eitthvað lært af sínum þjálfara hvað þetta varðar.

Tímarnir hjá okkar félögum í 10 km voru þessir (mín:sek) ;

44:43

Sverrir G Ingibjartsson

46:55

Oddur Benediktsson

47:19

Valdimar Hafsteinsson

47:51

Anton Tómasson

48:39

Lingþór Jósepsson

50:15

Jakob Fannar Hansen

50:46

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

53:50

Ida Lön

54:06

Aðalheiður Ásgeirsdóttir

61:36

María Ingibjörg Kristjánsdóttir

67:04

Gunnar Finnsson