Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Flottir fulltrúar í Munchen

Ferskir Hamars-hlauparar mættir í hlaupagallanum á í morgun (sunnudag)  úti á götum Munchen til að hlaupa ýmist heilt eða hálft maraþon.  Ekki laust við spennu þar á bæ eftir mikinn og góðan undirbúning. Flestir voru að hlaupa sín fyrstu hlaup í viðkomandi vegalengd nema Pétur þjálfari sem er orðin hokinn af reynslu. Undirbúningurinn var truflaður mis mikið af veikindum og meiðslum dagana og vikurnar fyrir eins og gengur. Lísa þurfti td. frá að hverfa vegna meiðsla og einver svitakóf og óferskleiki sveif yfir vötnum hjá flestum öðrum síðustu dagana.

Spenningurinn hér heima var ekki minni og á sumum stöðum líkt og Eurovisionkvöldi, nema hvað hér þurfti að vakna snemma og horft á millitíma og komment-að á fésbók jafnharðan og eitthvað nýtt var að frétta af okkar fólki. 

Þessi flotti hópur rann skeiðið með stæl á eftirfarandi tímum og óskum þeim til hamingju með góðan árangur og eru þau félaginu góður vitnisburður.

  • Jón Gísli Guðlaugsson     42, 2 km á 3:35:11
  • Jakob Fannar Hansen    42,2 km á 4:22:15
  • Pétur Frantzson               42,2 km á 4:22:40
  • Karol Axelsdóttir             42,2 km á 4:31:06
  • Oddur Benediktsson        21,1 km á 2:00:44
  • Elva Óskarsdóttir             21,1 km á 2:01:03

Til hamingju öll og áfram Hamar!