Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Fjallganga á laugardag.

Næsta laugardag (22. feb) verður fjallganga í stað hlaupaæfingar. Þá ætlum við að kanna nýjar slóðir í næsta nágreni við okkur. Mæting er við Laugaskarð kl 10:00 og ekið inn að bílaplani við Reykjadal (Dalakaffi). Þaðan göngum við upp með Reykjadalsánni, ekki göngustígin heldur með ánni, upp Djúpagil þar til að gilið endar í mikilli brekku og fallegum fossi. Þá göngum við stuttan spöl til baka til að finna heppilegan stað til að komast uppúr gilinu og göngum að Hverakjálka (hverasvæði undir Molddalahnúkum). Þaðan göngum við svo hefðbundna leið til baka niður að bílastæði. Gangan er um 5km löng og er við allra hæfi.