Svolítið er síðan að við færðum ykkur fréttir af Hamarsliðinu en liðið hefur leikið þrjá leik á síðustu vikum. Eftir sigur á Ármanni þann 24 okt 104-77, hélt liðið á Hlíðarenda að mæta Valsmönnum. Hamarsmenn voru lengi vel inní leiknum en Valsliðið náði góðu áhlaupi í byrjun 4 leikhluta sem Hamarsmenn réðu ekki við og loka tölur 101-86. Síðastliðinn Föstudag var svo komið að Lárusi Jónssyni fyrrum Hamarsmanni, að koma með lið sitt Breiðablik í Frystikistunna. Blikar leiddu eftir hálfleikinn með 17 stigum 33-50. Hamarsmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í 59-65 fyrir lokaleikhlutann. En því miður þá dugði þetta áhlaup skammt, þar sem Blikarnir stungu aftur af í byrjun fjórða, og eftir leikurinn auðveldur 70-85.

En nú þýðir ekkert að leggja árar í bát því strax aftur á morgun Mánudag er leikur gegn heitasta liði 1.deildar Hetti í Maltbikarnum, en hann hefst kl 19:15 í Frystikistunni.