Hamar og Njarðvík áttust við í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðinum spáð í neðstu sæti deildarinnar. Fyrsti leikhlutinn fór mjög hægt af stað og einkenndist hann af lélegum sendingum og illa farið með góð færi. Hátt spennustig var hjá báðum liðum. Hamarsstúlkur tóku þó forskotið snemma leiks og leiddu þær 11-1 eftir um 6 mínútna leik. Hamarsstúlkur keyrðu svo áfram á Njarðvíkurstelpur en staðan eftir fyrsta leikhluta 22-7 Hamri í vil. Í öðrum leikhluta hresstust þó Njarðvíkur stelpur og náðu fínum sóknum inná á milli og skotin fóru að detta. Mikið jafnræði var þó með liðunum og fóru Hamarsstelpur með fínt forskot inní hálfleikinn 47-33. Fremst í flokki Hamars var Íris Ásgeirsdóttir með 14.stig og 5 stolna bolta. Síðari hálfleikur hófst svo líkt og fyrsti leikhlutinn, Hamarstúlkur voru mun ákveðnari og má segja að þær hafi klárað leikinn. Eftir 7 mínútur í þriðja leikhluta var staðan 59-42 og Njarðvíkurstúlkur með hvern tapaðan boltann á eftir öðrum. Hamarsstúlkur leiddu fyrir síðasta fjórðunginn 69-45. Framan af í loka fjórungnum héldu Njarðvíkur stúlkur áfram a hitta illa, og tóku þær leikhlé í stöðunni 77-50 með 5 mínútur eftir að leiknum. Eftir leikhléið var leikurinn eign Njarðvíkur og unnu þær seinustu 5 mínúturnar 11-0. “The Big three” hjá Hamarsstúlkum gerðu saman 49 stig en Di’Amber Johnson var með 20.stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna. Næst var Fanney Lind með fína tvennu 15 stig og 15 stoðsendingar og síðan var Íris Ásgeirsdóttir með 14 stig, 6 stolna og 4 stoðsendingar. Svo komu ungu stelpurnar ekki langt á eftir Marín með 6.stig og 8 fráköst og Dagný með 8 stig og 7 fráköst. Hjá Njarvík var Salbjörg atkvæðamest með 15 stig og 12 fráköst og henni fylgdi Jasmine Beverly 14 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur hjá stelpunum er síðan á Sunnudaginn á móti KR í vesturbænum í DHL-höllinni

 1. Hamar         1  1  0   77:61    2 
  2. Valur         1  1  0   77:62    2 
  3. Grindavík     1  1  0   89:85    2 
  4. Keflavík      1  1  0   76:74    2 
  5. Haukar        1  0  1   74:76    0 
  6. Snæfell       1  0  1   85:89    0 
  7. KR            1  0  1   62:77    0 
  8. Njarðvík      1  0  1   61:77    0 

Í.Ö.G