Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Það er körfuknattleiksdeild Hamars mikil ánægja að segja frá því að nú í vetur verður aftur starfræktur meistaraflokkur kvenna. Fyrsti leikur hjá Hamarsstelpum verður sunnudaginn 8. Október gegn KR í vesturbæjnum og hvetjum við sem flesta til að gera sér ferð til Reykjavíkur og styðja stelpurnar. Liðið hefur verið að æfa síðan um miðjan júlí og samanstendur æfingahópurinn af um 20 stúlkum á mismunandi aldri, allt frá því að vera enþá á grunnskólaaldri og alvega að nálgast fjórða tugin. Þetta teljum við mikið styrkleikamerki fyrir kvennakörfuna því þótt eldri leikmenn hafi allajafna ekki jafn mikin tíma aflögu til að sinna íþróttinni hafa þær þó svo ótrúlega mikla reynslu sem þær geta deild með yngri stúlkunum. Einnig sýnir þetta að körfubolti er fyrir alla og gamla mítan um að stelpur hætti þegar búið er að stofna fjölskyldu þarf ekki að vera eitthvað lögmál.

Kl 03:00, aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst lagði glæsilegur hópur efnilegra ungmenna úr körfuknattleiksdeild Íþróttafélagsins Hamars af stað í þjálfunarbúðir til Bretlands. Hópurinn samanstendur af unglingum af báðum kynjum, fjölmörkum foreldrum ásamt þjálfara sínum, Daða Steini Arnarssyni. Hópurinn flýgur til London þar sem rúta ekur hópnum alla leið til þorpsins Malvern sem er í Worcester-héraði (Worcestershire) í þeim hluta Bretlands sem kallast West-Midlands. Þorpið Malvern er suð-vestan við Birmingham:

 

Hópurinn mun dvelja í eina viku í NBC Camps körfuboltabúðunum sem haldnar eru í  heimavistarskólanum St. James Girls’ School í Malvern:

 

Hægt er að fá allar upplýsingar um NBC Camps körfuboltabúðirnar í St. James skólanum í Malvern á þessari vefslóð: www.nbccamps.com/international/camps/basketball-camp-malvern-st.-james-college

― ― ―

Þegar þjálfunarbúðunum lýkur er ætlunin að dvelja 1-2 nætur í skemmtigörðunum í Alton Towers. Hópurinn er svo væntanlegur til baka mánudaginn 14. ágúst.

 

 

 

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 35 manna æfingahópur í U16 landslið drengja. Verkefni þessa landsliðs verða tvö sumarið 2018 þar sem bæði verður sent lið til keppni á Evrópumót og Norðurlandamót. Einn Hamarsdrengur er í þessum hópi sem ætti að vera öðrum yngri flokka iðkenndum hjá körfuknattleiksdeild hvatning til að leggja hart að sér og setja markið hátt í körfuboltanum. 

Nú í sumar fóru tvær af okkar efnilegustu körfuknattleiksstúlkum í keppnisferð til Kaupmannahafnar með U15 ára landsliði Íslands. Þetta eru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir, að sjálfsögðu voru þær bæði sjálfum sér og ekki síður sínu íþróttafélagi til sóma og stóðu sig frábærlega að sögn landsliðsþjálfarans. Árangur stúlknanna er gott dæmi um hvaða árangri er hægt að ná með viljan og dugnaðinn að vopni. 

 Körfuknattleiksnámskeið í íþróttahúsinu v/Skólamörk 
Námskeiðshaldari: Körfuknattleiksdeild Hamars.
Aldur: Börn f. 2005 – 2008, stelpur og strákar.
Áhersla á grunnæfingar í körfuknattleik, tækni og leikskipulag. Lögð verður jöfn áhersla á varnar og sóknarleik. Námskeiðið er mánudaga – fimmtudaga, frá kl 15.30-16.30.
Tímabil: 
Námskeið 1: 29. maí – 22. júní.
Námskeið 2: 26. júní – 20. Júlí.
fjórar æfingar í viku á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl 15.30 – 16.30. 
Verð: kr. 5.000, 20% systkinaafsláttur.
Skráning og upplýsingar: Þórarinn Friðriksson í síma 861 7569, totifrikk@gmail.com

Tvær stúlkur úr hinum efnilega 9.flokk kvenna hjá Hamri hafa verið valdar í lokahóp 15. ára landsliðs íslands. Stúlkurnar eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir og eru báðar uppaldar í Hamri og mikil efni þar á ferð, það er von kkd Hamars að aðrir yngri flokka iðkenndur í Hveragerði taki sér þær til fyrirmyndar og sjái hvað er hægt með eljusem og miklum áhuga. Stelpurnar munu fara með 15 ára landsliði íslands til keppni í Kaupmannahöfn dagana 16.-18. júní.

Stelpurnar okkar í 9. flokki stóðu sig frábærlega í vetur, þær spiluðu í sameiginlegu liði Hamar/Hrunamenn og voru allan veturinn í A riðli. Þær komust í 4 liða úrslit þar sem þær mættu sterku liði Keflavíkur og töpuðu þeim leik. Þrátt fyrir að þær hafi dottið út á þessum tímapunkti er ekki hægt annað en vera stoltur af þessum flottu stelpum og þeim frábæra árangri sem þær náðu. Til hamingju stelpur og vonandi haldið þið áfram að bæta ykkur því framtíðinn er ykkar

Hamar hefur í vetur telft fram sameiginlegu liði í 7. flokk kvenna með Hrunamönnum og Þór, þessar stúlkur hafa staðið sig frábærlega og spiluðu lungað úr vetrinum í A riðli en í lokinn enduðu þær þó í B riðli. Þetta er frábær árangur hjá þessum stelpum og sannarlega góður efniviður þarna á ferð.

Hamar sendi í vetur lið til keppni í minni bolta, 5.- 6. bekkur, karla og kvenna. Nú hafa þessir flokkar lokið keppni og stóðu sig með prýði í vetur, eitt lið var í kvennaflokki og tvö lið í karlaflokki. Þjálfari liðana í vetur var Þórarinn Friðriksson og hefur hann staðið sig afskaplega vel þar sem lögð var áhersla á grunnatrið körfuknattleiks en einnig að krakkarnir lærðu gildi þess að  tilheyra liði og hefðu skildur gagnvart sínum liðsfélögum sem og félagi sínu. Vetrinum var svo slúttað með pylsupartí og extra langri æfingu, nú tekur við sumarfrí en að sjálfsögðu verður boðið upp á körfuknattleiks námskeið í sumar og verður það auglýst síðar.