2013-10-27 20.35.07

Gísli Már Sigurgeirsson

 

Í hverri viku munu koma viðtöl af krökkum sem æfa knattspyrnu með Hamar. Hér svara nokkrir efnilegir krakkar spurningum.

 


                  Gísli Már er í 5.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt ? Manchester United og FH

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 4 ár.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Því mér finnst fótbolti mjög skemmtilegur.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Skallabolti, tækniæfingar og spila.

Hver er uppáhalds fótboltamaðurinn þinn? Robin Van Persie.

 

 

 

2013-10-27 20.51.50

Hallgrímur Daðason

        

         Hallgrímur er í 7.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar og íslenska landsliðið.

Afhverju ert þú að æfa fótbolta? Afþví mér finnst kúl að æfa fótbolta.

Hvað er skemmtilegast á fótboltaæfingum? Að taka aukaspyrnur og stórfiskaleik.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég byrjaði að æfa þegar ég var í leikskóla.

Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert stór? Söngvari sem er frægari en Michael Jackson.  

 

2013-10-27 20.53.01

Ronja Guðrún Kristjánsdóttir

 

 

 

                        Ronja Guðrún er í 7.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Mér finnst gaman í fótbolta.

Hvað er skemmtilegast á æfingum? Mér finnst skemmtilegast að spila og skora mörg mörk.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Mjög lengi.

Hvað ætlaru að vera þegar þú ert stór? Lögga.

 

 

2013-10-27 20.49.40

Arnar Dagur Daðason

 

 

     Arnar Dagur er í 5.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Liverpool og Hamar.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég byrjaði í 1. bekk með smá pásum á milli.

Afhverju æfir þú fótbolta? Það er gaman í fótbolta.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst skemmtilegast í skallabolta.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Enginn sérstakur. Allir í Liverpool.

 

Ingólfur Þórarinsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokk Hamars í knattspyrnu. Ingólfur er að góðu kunnur á knattspyrnuvellinum sem og utanvallar en hann mun vera spilandi þjálfari hér í Hveragerði enda á besta aldri og átti gott sl. sumar í uppeldisfélagi sínu Selfoss en hann hefur auk þess spilað með Fram og Víking Reykjavík.Ævar Sigurðsson formaður Knattspyrnudeildar Hamars undirritaði samninginn fh. Hamars við bestu aðstæður í Hamarshöllinni sem ætti að geta nýst nýjum þjálfara og hans liði vel í vetur.  Nú hefst vinna þjálfara og forsvarsmanna deildarinnar í  leikmannamálum en Hamar spilar sem kunnugt er í 3.deildinni 2014 eftir fall úr 2.deildinni nú í haust.

Stutt viðtal er við Ingó hér á fotbolti.net en Knattspyrnudeild Hamars býður Ingólf velkominn til starfa.

Á meðfylgjandi mynd er Ævar og Ingó eftir undirskrift

Æfingar hjá yngri flokkum í fótboltanum eru komnar á fullt skrið í. Allir flokkar byrjuðu að æfa í byrjun september. Æft er í hlýjunni í Hamarshöll.

8.flokkur (leikskólaaldur) æfa 2svar í viku. Þar eru efnilegir krakkar að taka sín fyrstu skref í fótbolta. 

7. og 6. flokkur Mæta á æfingar strax eftir skóla. Krakkarnir eru sótt í skólaselið á æfingar á Hamarsrútunni og hefur það gengið ótrúlega vel.

5.flokkur  hafa æft að krafti og eru að undirbúa sig fyrir fyrsta mót vetrarins.

3. og 4. flokkur karla og kvenna munu vera í samstarfi með Selfoss og Ægi. Samstarfsæfingar hafa verið einu sinni í viku og mun það halda áfram í vetur. Faxaflóamót hefst í byrjun nóvember.

Krakkarnir eru mjög dugleg að mæta á æfingar og skemmta sér allir vel.

Allir krakkar eru velkomnir að kíkja á æfingar í Hamarshöll.

Hægt er að skrá sig i fótboltann á hamar.felog.is 

Æfingatímar eru hér að neðan. 

æfingarknatt13-14

 

 

Ný stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hamars tók til starfa í byrjun árs.

Í vetur hafa æfingar gengið vel í Hamarshöllinni þrátt fyrir nokkrar mannabreytingar í þjálfaramálum. Stjórnin setti sér það markmið að ná að skrá kvennalið á Íslandsmót sem hafðist en það hafði ekki tekist í nokkurn tíma. Það er markmið nýrrar stjórnar að efla kvennaboltann til mikilla muna næstu misseri.

Sú nýbreytni átti sér stað í vetur að meistaraflokkur bauð öllum yngri flokka iðkendum á æfingu. Það var spilað farið í leiki og myndaðist mikið fjör í Hamarshöllinni. Æfingin endaði svo með flottri grillveislu.

Það var einnig markmið stjórnar að skrá alla flokka á Íslandsmót og yngstu flokkana á alla vega eitt stórt mót, ásamt öðrum dagsmótum. Liðin stóðu sig mjög vel á þeim mótum sem farið var á. Meðal annars lenti 6. flokkur í 3. sæti á Smábæjarleikunum á Blönduósi nú í sumar. Sameiginlegt lið Hamars/Ægis fékk verðlaun fyrir góða framkomu innan sem utan vallar á N1 mótinu á Akureyri. Í kringum stóru sumarmótin voru stofnuð foreldraráð sem voru skipuð áhugsasömum og duglegum foreldrum iðkenda og viljum við þakka þeim fyrir frábært starf. Foreldraráðin héldu utan um fjáraflanir fyrir mótin og var meðal annars seldur áburður sem sló í geng. Þeir iðkendur sem tóku þátt náðu að safna fyrir mótsgjöldum. Stefnt er að því næsta vor að halda áburðarsölu áfram.

Í júlí hefur knattspynudeildin haldið úti Knattspyrnuskóla fyrir börn fædd 2007-2008 í umsjón Ágústar Ö. Magnússonar (Ölla) og börn fædd 2001-2006 í umsjón Höllu Karenar Gunnarsdóttur og Sigurðar Gísla Guðjónssonar. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og stefnt er að því að vera með knattspyrnuskólann aftur næsta sumar.

Eitt af þeim markmiðum sem ný stjórn setti sér var að allir iðkendur yngri flokkanna fengu hettupeysur að gjöf frá deildinni. Stjórnin lagðist á eitt að safna auglýsingum á peysurnar og gekk það framar vonum. Stjórnin vill koma á framfæri góðum þökkum til þeirra fyrirtækja sem styrktu þetta verkefni. Iðkendur fengu peysurnar afhentar í byrjun júní og voru því allir klæddir fínu Hamarspeysunum á mótum sumarsins.

Næsta vetur verður ráðinn yfirþjálfari hjá knattspyrnudeildinni sem mun sjá um þjálfun allra flokka og mun hann hafa með sér einn aðstoðarþjálfara. Fyrstu æfingarnar munu hefjast kl. 13:00 í Hamarshöllinni og munu yngstu iðkendurnir fá fyrsta æfingatímann til þess að tengja starfið sem best við skólasel. Stefnt er að því að hafa námskeið í vetur ef áhugi er fyrir hendi svo sem markmannsþjálfun og spyrnutækni. Á vorin verða ráðnir fleiri þjálfarar undir umsjón yfirþjálfara en þeir munu sjá um einn til tvo flokka hver og fylgja þeim á mót. Allt þetta er gert til þess að fá markvissari þjálfun og nýta Hamarshöllina sem best.

Það von okkar í stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hamars að þeir iðkendur sem nú eru skráðir haldi áfram að æfa af krafti næsta vetur og enn fleiri bætist í góðan hóp.

Með knattspyrnukveðju,

stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hamars,

Ævar Sigurðsson

Þorsteinn T. Ragnarsson

Arnar Stefánsson

Þorkell Pétursson

Matthías Þórisson

Elínborg María Ólafsdóttir

 

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar lék í fyrstu umferð Borgunarbikarsins síðustu helgi á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi gegn liði Read more

Knattspyrnudeild Hamars heldur mót fyrir knattspyrnumenn 35 ára og eldri í Hamarshöllinni í Hveragerði laugardaginn 20. apríl. Veðurspáin í Hamarshöllinni fyrir leikdag er góð, hiti um 18°c, logn og blíða. Áhugasamir hópar og lið eru hvött til að skrá sig í mótið sem fyrst til að tryggja sér þátttöku.  

Fyrirkomulag mótsins: 
-Leikið er í 6 manna liðum (stuðst er við reglur KSÍ um keppni 7 manna liða).

-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).

-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

-Dómgæsla er í höndum mótshaldara. 

Verðlaun:

Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og hlýtur sigurliðið einnig bikar og verðlaun frá styrktaraðilum. 

Skráning:

Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 15. apríl á netfangið: motahaldhamars@gmail.comog í síma: 843-0672 (Sverrir)

Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi.

Þátttökugjald í mótið er kr. 15.000.- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.

Óskar Smári Haraldsson hefur gengið til liðs við Hamar frá Tindastóli. Óskar Smári er efnilegur framherji sem lék með Drangey í 3. deildinni í fyrra og hefur leikið vel fyrir Tindastól á undirbúningstímabilinu. 

Óskar Smári bætist í hóp þeirra Atla Hjaltested, Daníels Fernandes Ólafssonar, Kristjáns Vals Sigurjónssonar, Sigurðar Kristmundssonar og Vignis Daníels Lúðvíkssonar sem einnig hafa gengið til liðs við Hamar á undanförnum dögum. 

Þá er Hamar í viðræðum þessa dagana við erlenda varnarmenn, m.a. frá Serbíu og Póllandi, ásamt markvörðum frá Bandaríkjunum og Póllandi. Þá er einnig von á frekari liðsauka leikmanna frá íslenskum liðum á næstu vikum. 

Nánar verður skýrt frá leikmannamálum Hamars er fram líða stundir.

 

hofland-logoFramhaldsskólamót Hoflands setursins og knattspyrnudeildar Hamars fór fram síðastliðinn laugardag í Hamarshöllinni. Þátttaka í mótið var ágæt og fór það vel fram og var mikið um skemmtilega og spennandi leiki. Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem efst tvö liðin léku á víxl í undanúrslitum áður en leikið var um sæti. 

Þátttökulið mótsins komu meðal annars frá Laugum, Akureyri og Egilsstöðum og fá þau sérstakt hrós fyrir að leggja í slíka ferð til að taka þátt. Annars eiga öll liðin hrós skilið fyrir prúðmennsku og skemmtilega framkomu sem var skólum þeirra algerlega til sóma. 

Ákveðið hefur verið að halda annað (og stærra) mót fyrir framhalsskóla landsins í haust og miðað við móttökurnar og þátttökuna nú er búist við fjölmenni í Hamarshöllina á haustdögum. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum mótsins sem og úrslit leikja. 

Knattspyrnudeild Hamars vill þakka Hofland setrinu fyrir aðkomu sína að mótinu sem og allra annara sem tóku þátt í framkvæmd þess. 

flensborg-1._saeti

laugar2-2._saeti

laugar1-3._saeti

urslit (1)

Laugardaginn 23. febrúar fór fram firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars. Hér á árum áður var firmamót knattspyrnudeildar Hamars árlegur viðburður en hefur mótið legið niðri um hríð, þar til síðasta laugardag. Stærsta breytingin frá gömlu firmamótunum er auðvitað sú að nú er leikið í hinni stórglæsilegu Hamarshöll og því hægt að leika á tveimur völlum í einu við bestu aðstæður. 

Þátttaka í mótið var mjög góð og tóku tíu lið þátt, lið allt frá Sandgerði austur að Hvolsvelli. Leikið var í tveimur fimm liða riðlum og því hverju liði tryggðir að minnsta kosti fjórir leikir en sex leikir fyrir þau tvö efstu sem kæmust í undanúrslit. Sólin frá Sandgerði

Umjörð og skipulag mótsins tókst með ágætum og var til fyrirmyndar. Þá var á staðnum glæsileg veitingasala sem var í umsjón forráðamanna- og kvenna yngri flokka knattspyrnudeildar, pössuðu þau upp á að hinir hátt í eitthundrað þátttakendur og tugir áhorfenda héldu orku og athafnasemi sinni í hámarki yfir daginn með góðum og glæsilegum veitingum. 

Allar tegundir tilþrifa sáust yfir daginn, glæsileg, sérkennileg, vandræðaleg og umfram allt skemmtileg. Riðlakeppnin var æsispennandi á köflum, heitt var í kolunum í sumum leikjanna á meðan í öðrum var léttleikinn í fyrirrúmi. 

Til undanúrslita léku annars vegar lið SS frá Hvolsvelli og Steypustöðvarinnar og hins vegar Sólin frá Sandgerði og Kjörís. Eftir mikla baráttu og spennu voru það Sólin frá Sandgerði og Steypustöðin sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, þar stóð Sólin frá Sandgerði uppi sem sigurvegari á meðan SS sigraði Kjörís í leiknum um þriðja sætið. Sigurvegararnir fengu afhendan bikar og verðlaunapeninga ásamt glaðningi frá Café Rose. Liðin í öðru og þriðja sæti fengu verðlaunapeninga og gjafabréf frá Kjörís, þá fengu allir þátttakendu tilboðsmiða á tveir fyrir einn tilboð af matseðlinum hjá Café Rose og var brjálað að gera hjá Gulla langt fram eftir kvöldi.  

Umsjónarmenn firma- og hópakeppninnar vilja þakka liðunum og hópunum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá þau öll aftur í næsta keppni. Þá vilja umsjónarmenn einnig þakka aðstandendum yngri flokka knattspyrnudeildarinnar fyrir þeirra aðkomu og svo sérstaklega Ingþóri, Ingimari, Tómasi, Óla Jó, Bjarnþóri og Indriða fyrir dómgæslu og reddingu.    

urslit

Nú hafa allar upplýsingar um knattspyrnudeildina verið uppfærðar hér inn á Hamarsport. Inn á svæði knattspyrnudeildarinnar má nú sjá og finna allar nýjustu upplýsingar um stjórn, þjálfara, æfingatíma og síður yngri flokka á Facebook ásamt upplýsingum hvernig hægt er að hafa samband við þá sem starfa við og koma að starfi deildarinnar.