Það segir sig sjálft, að þegar íþróttalið keppi í meistaraflokki að það krefst mikla vinnu og framlag. Bæði frá leikmönnum, þjálfara, aðstoðafólkinu og sjálfboðaliðum. Því hef ég haft lítinn tíma til að senda inn reglulega fréttir en við höfum verið á netinu og í fjölmiðlum, þannig það ætti ekkiað hafa farið framhjá neinum, að HAMAR tók þrennuna á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild. Við unnum alla leiki og hömpuðum alla titla.

DEILDARMEISTARAR – BIKARMEISTARAR- ÍSLANDSMEISTARAR.

Það er búið að hlaða yfir okkur blómum og hamingjuskeytum og er ég endalaus snortin og þakklát hvað þið eruð allir að fagna svo innilega með okkur. ÖLL vinnan í kringum blakið hefur skilað sér og núna er smá spennufall og við erum að reyna að njóta velgengni.

ÍSLANDSMEISTARAR 2021

Bikarmeistarar 2021

Kæra þakkir til ykkar allra sem studdu okkur í gegnum tímabilið, sérstaklega vil ég þakka sjálfboðaliðum sem mættu til að starfa á leiki. Án ykkar hefði þessi árangur ekki orðin til.

VIÐ ERUM EIN BLAKFJÖLSKYLDA!

Til hamingju með árangurinn við öll. ÁFRAM HAMAR.

Mbk,

Barbara Meyer, formaður Blakdeildar Hamars

Álftanes og Hamar áttust við í Mizunodeildinni í blaki í kvöld.
Gestirnir mættu vel stemmdir til leiks og var fyrsta hrinan jöfn og spenrnandi. Upphækkun þurfti til að útkljá sigurvegara en Hamarsmenn unnu hrinuna að lokum með 29 stigum gegn 27.
Í hrinu tvö voru leikmenn Álftaness komnir á bragðið. Þeir náðu 5-1forystu áður en Hamarsmenn vöknuðu til lífsins en eftir það hrinan jöfn og hörkuspennandi en frumkvæðið var Álftanessmanna. Hamarsmenn náðu þó að lokum að jafna leikinn 18-18 og unnu hrinuna 25-22.
Eftir þetta virtist allur vindur úr Álftanesmönnum og Hamar vann þriðju hrinuna örugglega 25 – 17 og leikinn þar með 3-0.
Hamarsmenn sitja því enn taplausir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Radoslaw Rybak var valinn maður leiksins (MVP). Næsti leikur verður á sunnudaginn þegar Hamar mun taka á móti Vestra frá Ísafirði. Leikurinn hefst klukkan 13 og verður sýndur  á streymisrás Blaksambands Íslands.

Mynd : Bryndís Sigurðardóttir – Hamar skorar stig í hávörn

Mynd: Kristín Hálfdánardóttir – Hamarsmenn fagna stigi gegn Álftanesi í kvöld:

Hamarsmenn tóku í dag á móti Aftureldingu í 4. leik liðsins  i Mizunodeild karla í blaki.

Fyrir leikinn hafði Hamar unnið alla þrjá leiki sína 3-0 og voru á toppi deildarinnar ásamt HK með fullt hús stiga og enga tapaða hrinu. Afturelding hafði leikið 2 leiki og unnið annan og tapað hinum 3-0.
Hamarsmenn byrjuðu vel og leit út fyrir auðveldan 3-0 sigur í dag. Fyrsta hrinan vannst auðveldlega 25-13 og önnur hrinan 25-17. Þá vaknaði lið Aftureldingar til lífsins og unnu þeir þriðju hrinu nokkuð örugglega 25-23. Þó litlu hafi munað á liðunum í lok hrinunnar þá var Afturelding með tök á henni allan tímann en Hamar klóraði í bakkann í lokin. Fjórða og síðasta hrina var nokkuð jöfn þó heimamenn hefðu frumkvæðið allan tímann. Að lokum vann Hamar hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1 og er enn með fullt hús stiga. HK situr þó eitt á toppnum með jafn mörg stig en betra hrinuhlutfall þar sem HK hefur unnið alla leiki sína 3-0.

Maður leiksins (MVP) var Jakub Madej, kantsmassari Hamars.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Mizunolið Hamars annar vegar og hinsvegar Jakub Madeij, mann leiksins,  að smassa á mót Þrótti í upphafi leiktímabils.

Jakub Madej valin maður leiksins (MVP)

Í haustbyrjun unnu Hamarsmenn báða sína leiki 3-0 en Fylkir hafði fyrir leikinn einungis spilað einn leik sem tapaðist 3-1.

Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og sáust merkilega góð tilþrif miðað við takmarkaða möguleika til æfinga undanfarnar vikur. Heimamenn unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 25-13 en í annarri hrinu virtist sem Hamarsliðið tapaði einbeitingu og Fylkismenn fengu þónokkuð af stigum vegna mistaka heimamanna. Fylkismenn gegnu á lagið og komust m.a. yfir 16-15. Þá vöknuðu Hamarsmenn til lífsins og unnu hrinuna 25-18. Þriðja og síðasta hrinan var jöfn framan af og héngu Fylkismenn inn í leiknum  fram í miðja hrinu en eftir það jókst bilið jafnt og þétt og brekka Fylkismanna orðin brött. Fór svo að Hamar vann hrinuna með 25 stigum gegn 17 og leikinn þar með 3-0. 

Hamarsmenn sitja því á toppi deildarinnar ásamt HK en bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína 3-0.Stigahæstur í liði Hamars var Jakub Madej með 16 stig en í liði Fylkis var Bjarki Benediktsson stigahæstur með 11 stig.

Leikið var fyrir tómu húsi en heimamenn bíða spenntir eftir að fá að leyfa Hvergerðingum hágæða blak milli þeirra bestu á landinu.

Hamar, nýliðarnir í úrvalsdeild karla í blaki, gerði frábæra ferð norður á Akureyri þegar liðið vann KA afar sannfærandi 3-0. Hamar hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í efstu deild.

Lið Hamars vann sinn fyrsta leik gegn Þrótti Nes 3-0 en heimamenn í KA höfðu enn ekki spilað leik. Í fyrstu hrinu leiksins ríkti mikið jafnræði með liðunum og skiptust þau á að skora, KA hafði nauma forystu lengst af en Hamar jafnaði um miðja hrinu. Þeir skoruðu svo síðustu tvö stigin og tryggðu 23-25 sigur.

Hamar byrjaði aðra hrinu enn betur og komst 0-5 yfir. Gestirnir juku forystuna smám saman eftir því sem leið á hrinuna og vann örugglega, 17-25. Þriðja hrinan var nokkuð lík annarri hrinunni og hafði Hamar þægilegt forskot þangað til undir lokin. KA átti frábæra endurkomu en Hamar vann þó að lokum 22-25. Gestirnir unnu því 0-3 sigur og fara á topp deildarinnar með tvo 3-0 sigra úr tveimur leikjum.

Miguel Mateo Castrillo stigahæstur í liði KA með 10 stig en Jakub Madej stigahæstur hjá Hamri með 15 stig. 

( frétt tekin af vef: https://www.ruv.is/frett/2020/09/30/hamar-for-a-kostum-fyrir-nordan)

Nýliðar Ham­ars í úr­vals­deild karla í blaki tóku í gær­kvöld á móti deild­ar­meist­ur­um síðustu leiktíðar, Þrótti frá Nes­kaupstað.

Leik­ur­inn fór fram í Hvera­gerði og var leikið fyr­ir lukt­um dyr­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Blak­sam­bands Íslands en fyr­ir­komu­lagið var ákveðið í kjöl­farið á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna.

Ham­ars­mönn­um var, þrátt fyr­ir að vera nýliðar, spáð efsta sæti af þjálf­ur­um og fyr­irliðum í deild­inni og má segja að liðið hafi staðið und­ir vænt­ing­um í fyrsta leik.

Sig­ur Ham­ars var ör­ugg­ur en Þrótt­ur átti þrátt fyr­ir það góða spretti og lét Ham­ars­menn vinna fyr­ir stig­un­um þrem­ur. Lokastaðan í leikn­um var 3:0 fyr­ir Ham­ar og unn­ust hrin­urn­ar 25:22, 25:21 og 25:16.

Stiga­hæst­ur í liði Ham­ars var Jakub Madej með 13 stig en stiga­hæst­ur í leikn­um var spænski Þrótt­ar­inn Migu­el Ramos með 14 stig.

Frétt tekin af mbl.is

Mynd: Guðmundur Erlingsson

Þeir Ragnar Ingi Axelsson og Ágúst Máni Hafþórsson hafa skrifað undir samning við Hamar í Hveragerði.

Ragnar Ingi Axelsson er vel þekktur í blakheiminum á Íslandi og víðar sem frelsingi með A -landsliði Íslands.

Hann er 24 ára og fæddur og uppalinn á Neskaupsstað. Hann hóf að æfa blak 8 ára og hefur spilað með U17 og U19 landsliðum. Eftir komu hans suður fór hann að spila með liði Álftaness og var valinn frelsingi ársins Mizunodeildarinnar 2018/2019. Ragnar spilaði sinn fyrsta A-landsliðleik 2015. Radoslaw Rybak, þjálfari  Hamars er ánægður með að fá Ragnar í liðið sitt og segir:  „Það er mikilvægt að vera með góða móttöku og sterka vörn í blaki og það er mjög mikill fengur fyrir Hamar að fá Ragnar inn í okkar raðir.“

Sama má segja um Ágúst Mána Hafþórsson  sem undirritaði leikmannasamning við Blakdeild Hamars sama dag og Ragnar. Hann er ungur og efnilegur leikmaður, fyrrum leikmaður HK og seinna Álftaness. Hann og á að baki Íslandsmeistaratitla og hefur m.a. verið í unglingalandsliðinu.

Það er ljóst að Hamar er að bæta við sig fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með hverju Hamarsmenn munu kynna til leiks á næstu dögum.

Myndir: Sigrún Kristjánsdóttir