Á aðalfundi Hamars lét núverandi formaður Hjalti Helgason af störfum sem formaður Hamars eftir 5 ára setu í embætti. Nýr formaður, Hallgrímur Óskarsson, var kjörinn á fundinum. Aðrir í stjórn Hamars eru Svala Ásgeirsdóttir, Dagrún Ösp Össurardóttir, Hjalti Valur Þorsteinsson og Daði Steinn Arnarsson.

Samningur var undirritaður nýverið á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar.  Samningurinn gildir út árið 2018 en í honum er fjallað um gagnkvæmar skyldur aðila á tímabilinu.  Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerði. Með samningnum fær íþróttafélagið 22,6 m. kr. á tímabilinu frá Hveragerðisbæ.  Auk þess fær íþróttafélagið íþróttamannvirki bæjarins til endurgjaldslausra afnota og er sá styrkur metinn á 83,5 mkr. Í samningunum kemur fram að um sé að ræða rekstrarstyrki til barna og ungmennastarfs, framlag vegna meistaraflokka, fjárveiting í ferða- og tækjasjóð og rekstrarstyrkur vegna íþróttasvæða.

Íþróttafélagið Hamar býður flóttafjölskyldu frá Sýrlandi velkomna til Hveragerðis, um leið hefur aðalstjórn Hamars ákveðið að bjóða ungmennum innan fjölskyldunnar að æfa íþróttir hjá Hamri á árinu 2017. Það er von aðalstjórnar að þetta hjálpi ungmennum innan fjölskyldunnar að aðlagast nýjum aðstæðum hér í Hveragerði.

Íþróttamenn Hveragerðis 2016

Að þessu sinni voru 15 íþróttamenn heiðraðir en þeir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Eftirfarandi íþróttamenn voru í kjöri:

  • Ágúst Örlaugur Magnússon knattspyrnumaður
  • Björn Ásgeir Ásgeirsson körfuknattleiksmaður
  • Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona
  • Fannar Ingi Steingrímsson golfari
  • Hafsteinn Valdimarsson blakmaður
  • Hekla Björt Birkisdóttir fimleikakona
  • Hrund Guðmundsdóttir badmintonkona
  • Kristján Valdimarsson blakmaður
  • Kristrún Rut Antonsdóttir knattspyrnukona
  • Matthías Abel Einarsson lyftingamaður
  • Úlfar Jón Andrésson íshokkímaður

Einnig fengu þeir viðurkenningu sem hafa hlotið Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu.

Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og lenti liðið í 3. sæti. Hún var lykilmaður í liði Íslands og keppti á öllum áhöldum. Hekla Björt hefur stundað fimleika hjá fimleikadeild Selfoss í nokkur ár, en áður var hún í fimleikadeild Hamars. Hekla Björt hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og er orðin ein af fremstu fimleikakonum landsins.

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016

Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.

Afrek Hafsteins 2016

o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.

o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni

o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.

o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.

o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.

o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.

o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.

Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016

Fimmtudaginn 1. September var haldin íþróttadagur Hamars, hátiðinn var haldinn í íþróttahúsinu í Dalnum og þar voru allar deildir Hamars með kynningu á starfi sínu ásamt því að boðið var uppá skemmtiatriði auk andlitsmálnigar og íspinna frá Kjörís. Dagurinn heppnaðis í alla staði vel og er án vafa langfjölmennasti kynningardagur sem Íþróttafélagið Hamar hefur staðið fyrir.

 

Björn Ásger Ásgeirsson var í dag valinn í 12 manna landsliðshóp U16 ára liðs Íslands í körfubolta. 16 manna hópur æfði síðastliðna helgi og völdu þjálfararnir, Benedikt Guðmundsson og Sævaldur Bjarnason, 12 manna hóp strax eftir helgi. Frábær árangur hjá Birni sem hefur verið gríðarlega duglegur að æfa og á þetta svo sannarlega skilið. Liðið keppir svo á norðurlandamótinu 26.-30. júní í Finnlandi.

Tl hamingju Björn Ásgeir.