Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Byrjenda æfingar og fjallganga.

Skokkhópur Hamars er með byrjenda æfingar mánudaga og miðvikudaga kl.17.30 frá Laugaskarði og hvetjum við alla til að taka fram skónna og mæta. Oft er erfiðast að byrja en þegar á stað er komið er bara gaman og álagið ekki meira en hver og einn ræður við.  Fyrsta æfing var síðastliðinn mánudag og mættu um 8 á þá æfingu og því ekki að bætast í hópinn!

Fjallganga er fyrirhuguð á laugardaginn kemur, 22.febrúar og nánar auglýst hér á síðunni þegar nær dregur en takið frá daginn og það er spennandi leið á dagskrá á laugardag í okkar nær nágrenni. Sverrir Geir Ingibjartsson verður göngustjóri að venju.

Aðalfundur Skokkhóps Hamars var haldinn þann 29.febrúar sl. og gékk vel fyrir sig að hætti skokkara. Stjórnin var endurkjörin, reikningar samþykktir og að lokum valinn íþróttamaður deildarinnar eins og áður hefur komið fram.  Látum fylgja pistil formanns fyrir árið 2013 þar sem rennt er yfir það helsta úr lífi Hamars-hlaupara 2013 – formannspistill 13-14