Efsta lið 1.deildar Höttur mætti í Hveragerðis síðastliðinn Sunnudag og spiluðu gegn Hamarsmönnum í hörkuleik. Hattarmenn höfðuð fyrir leikinn aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og því var verðugt verkefni framundan hjá Hamarsmönnum.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu Mirko Virijevic 17-9 eftir 7 mín, þá hafði Mirko skorða öll stig Hattar. En Aaron Moss erlendur leikmaður Hattar setti þá 4 stig í röð og breytti stöðunni í 17-13. Hamarsmenn spiluðu þó áfram sín á milli og leiddu 26 -22 eftir fyrsta fjórðung. Hjá gestunum var títt nefndur Mirko með 14 punkta.
Liðin byrjuðu annan leikhlutann á því að skiptast á að skora og voru Mirko (22 stig) og Aaron (15 stig) allt í öllu hjá Hetti en þeir tveir ásamt Viðari (5 stig) voru búnir að skora öll stig Hattar á fyrstu 16 mínútum leiksins. Þá setti Ragnar niður sniðskot og kom þeim yfir 38-44. Aaron bætti síðan við 5 stigum og voru Hattarmenn skyndilega komnir með níu stiga forskot 40-49. Hamarsmenn náðu þó að klóra í bakkann og voru sex stigum undir er leikurinn var hálfnaður.
Gestirnir mættu stemmdari til síðari hálfleiks og juku við forkotið hægt og bítandi. Aaron Moss tók yfir leikinn en Örn Sigurðarson sem hafði verið atkvæðamestur hjá Hamri til þessa, sat mikið á bekknum í villuvandræðum. Chris Woods sá aðalega um stigaskorun heimamanna sem voru undir 66-73 fyrir loka fjórðunginn og Örn kominn með 5 villur.
En í 4.leikhluta mætti til leiks Snorri Þorvaldsson. Snorri opnaði leikhlutann á 3 stiga körfu og var brotið á honum og fékk hann því einnig vítaskot sem hann setti niður 70-73. Hattarmenn svöruðu með 5 stigum til baka en þá tók Snorri sig til og setti annan þrist og víti niður og staðan 74-78 og átta mínútur eftir. Hilmar Pétursson minnkaði svo muninn í tvö stig í næstu sókn 76-78. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora og var staðan  82-84 þegar 5 mín voru til leiks loka. Minnstur fór munurinn niður í 1 stig 89-90 þegar tæpar 3 mín voru eftir. Hattarmenn svöruðu hinsvegar með 9-2 kafla  91-99 og kláruðu þar með leikinn. Hamarsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn aðeins lokastaðann 98-104.

Hamarsmenn sitja því áfram í 5 sætinu eftir tapið, En lið Vestra er komið upp að hlið Hamars, eftir sigur á Selfossi gegn FSu. Hamar og Vestri eigast einmitt við í næsta leik 17.febrúar á Ísafirði, en má segja að það sé úrslitaleikur þar sem liðin hafa unnið hvorn leikinn fyrir sig og eru því hníf jöfn bæði með 7 sigra og 11 töp, 14 stig. Stöðuna má sjá fyrir neðan.

5-6.sæti Hamar 14 stig 7-11/ næstu leikir:Vestri (ú)/Ármann(h)/Valur (ú)/Blikar (h)/Fjölnir (ú)/FSu (h)
5-6.sæti Vestri 14 stig 7-11/ næstu leikir: Hamar(h)/ÍA (ú)/ Höttur (ú)/ Ármann (ú)/ Valur (h) (tvisvar)
7.sæti FSu 12 stig 6-13/ næstu leikur: Ármann (ú)/ Valur (h)/ Breiðablik (ú)/ Fjölnir (ú)/ Hamar (h)