Entries by

Íþróttamenn Hamars ársins 2012

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 3. mars 2012 var Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2012. Marín hefur leikið fyrir meistaraflokk Hamars í þrjú tímbil, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur staðið með mikilli prýði. Hún leikur sem bakvörður og er einn af máttarstólpum liðsins.  Auk Marínar voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar. Sú nýbreytni var tekin upp á aðalfundinum […]

Vel heppnuð firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar!

Laugardaginn 23. febrúar fór fram firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars. Hér á árum áður var firmamót knattspyrnudeildar Hamars árlegur viðburður en hefur mótið legið niðri um hríð, þar til síðasta laugardag. Stærsta breytingin frá gömlu firmamótunum er auðvitað sú að nú er leikið í hinni stórglæsilegu Hamarshöll og því hægt að leika á tveimur völlum […]

Síða knattspyrnudeildar uppfærð

Nú hafa allar upplýsingar um knattspyrnudeildina verið uppfærðar hér inn á Hamarsport. Inn á svæði knattspyrnudeildarinnar má nú sjá og finna allar nýjustu upplýsingar um stjórn, þjálfara, æfingatíma og síður yngri flokka á Facebook ásamt upplýsingum hvernig hægt er að hafa samband við þá sem starfa við og koma að starfi deildarinnar.  

Aðalfundur

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Önnur mál    Óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að starfa í stjórn. Allir velkomnir!   Stjórn fimleikadeilar Hamars

Aðalfundur knattspyrnudeildar-Ný stjórn kjörin

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars var haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19:30 í aðstöðuhúsi félagsins við Grýluvöll. Farið var yfir starfsár félagsins 2012, reikningar lagði fram og ný stjórn kjörin.  Ágætis mæting var á fundinn og var boðið upp á gómsætt bakkelsi frá Almari bakara, rjúkandi heitt og gott kaffi frá Brasilíu og gosdrykk frá Ameríku.  Erla […]

Sigur gegn Laugdælum

Hamar vann sannfærandi sigur á Laugdælum í 1.deild kvenna í gær, 93-32 þar sem aldrei var spurning um úrslit leiksins. Íris Ásgeirs var með flottar tölur, 41 stig og 11 fráköst, Marín skoraði 10 stig, Dagný Lísa 8, Margrét Arnars, Álfhildur og Jenný skoruðu 7 stig hver, Freyja Fanndal 5, Rannveig 3 og þær Helga og (Katrín) skoruðu báðar 2 stig. […]

Dósasöfnun lokið

Dósasöfnunin hófst kl 18:00 og var talningu lokið að ganga 23:00 og þakkar Fimleikadeild Hamars bæjarbúum og þeim iðkendum og fjölskyldum þeirra sem mættu innilega fyrir góðar viðtökur. Þið náðuð að safna tæplega 10000 dósum og flöskum sem gefur okkur tækifæri til að gera eitthvað gott fyrir deildina. Fimleikadeild Hamars þakkar ykkur innilega fyrir þátttökuna […]

Þrír sigrar í hús og 2 heimaleikir framundan

Drengirnir hans Lárusar í mfl. gerðu góða ferð norður á föstudag þar sem þeir lönduðu sigri  á Þór Ak. á síðustu mínútu, 81-88. Þar áður höfðu þeir unnið Reynir Sandgerði hér heima 109-88 og sitja í 3ja sæti eins og stendur en eiga leik til góða á Hauka sem sitja í 2.sæti.  Stelpurnar hans Hadda unnu einnig […]

Firma- og hópakeppni Hamars

Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars verður leikin laugardaginn 23. febrúar í nýju Hamarshöllinni í Hveragerði. Það er alltaf gott veður í Hamarshöllinni og er hitastigið þar eins og á mildu vorkvöldi í Suður Evrópu.  Nú er tækifæri fyrir lið, hópa og bara hverja sem er til að koma saman og leika fótbolta við bestu aðstæður á […]

Dósasöfnun

Nú er komið að fimleikadeildinni að fá að safna dósum og flöskum í fjáröflunarskyni hjá bæjarbúum hér í Hveragerði. Mánudaginn 11. febrúar kl. 18 biðjum við þá forráðamenn sem geta að koma í áhaldahús bæjarins (hægra megin við slökkvistöðina) og við deilum niður á okkur götum, keyrum krakkana sem ganga í hús og safna dósunum […]