Entries by

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar

Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi […]

Hamar úr leik í Lengjubikarnum

Hamarsmenn fengu lið GG frá Grindavík í heimsókn í undanúrslitum Lengjubikars KSÍ á Selfossi sunnudaginn sl. Leikurinn enadaði með 1-2 sigri GG manna eftir mikinn baráttuleik. GG komst yfir á 12.mínutu eftir klaufaskap í vörn Hamarsmanna. Bæði lið fengu færi til að skora en allt kom fyrir ekki endaði fyrri hálfleikurinn verðskuldað 0-1 fyrir GG. […]

Haukur Davíðsson í landslið U15

Þjálfarar U15 ára liðanna hjá drengjum og stúlkum hafa valið sín 18 manna lokalið fyrir sumarið 2019. Haukur Davíðsson var valin að þessu sinni og mun hann taka þátt í verkefni sumarsins, Ísland sendi lið á á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvö níu manna lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn […]

Unglingameistaramót í Badminton

Um helgina fór Unglingameistaramót Íslands fram í TBR húsunum við Gnoðavog. Þarna áttust við bestu badmintonkrakkar landsins og átti Hamar 10 keppendur af 143 og komust átta þeirra í undanúrslit og tveir keppendur í úrslit. Keppni var hörð og fóru margir leikirnir í oddalotur og var mikil barátta um að komast á verðlaunapall. Margrét Guangbing Hu […]

Lokahóf Mfl kvenna Körfubolta

Lokahóf kvennaliðs Hamars Kvennalið Hamars hélt lokahóf sitt laugardaginn 23. mars. Liðið átti saman góðan dag og fór í Aeriel Yoga á Selfossi þar sem liðsmenn prófuðu ýmsar kúnstir í slæðunum og tóku svo góða slökun undir Gong hljómum. Að því loknu var haldið í sund og svo snæddu leikmennirnir saman humarsúpu að hætti Fjöruborðsins […]

Framkvæmdir framundan

Frá 18. maí til 1. júní mun Laugaskarð loka vegna viðhaldsvinnu. Laugasport verður opin frá 14:00 – 20:30 virka daga. Við munum framlengja alla tímabundna samninga um 14 daga en fyrir viðskiptavini með ótímabundna samninga bjóðum við upp á endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreiðslu fyrir 14 daga þarf að senda tölvupóst á KentLauridsen[at]hotmail.com og gefa […]

Aðalfundur blakdeildar

Aðalfundur blakdeildar verdur haldinn, fimmtudaginn 29. Jan, kl 21 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöllina. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Hamars.

Framkvæmdalok í Laugasporti

Það hefur lengi verið ósk viðskiptavina Laugasports að stækka tækjasalinn og nú er búið að uppfylla þessa ósk. Salurinn sem áður fyrr var hópsalur hefur nú verið innréttaður sem tækjasalur og hefur Laugasport þ.a.l. rúmlega tvöfaldað plássið sitt. Þótt bætt hafi verið við tækjum og áhöldum er nú mun rýmra á milli tækja. Til að […]