Entries by

Hilmar er blakmaður ársins

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 20.2.2017 var Hilmar Sigurjónsson heiðraður sem blakmaður ársins 2016. Samhliða þjálfun kvenna- og karlaliða Hamars hefur Hilmar jafnframt lengst af leikið lykilhlutverk með karlaliðinu og verið, að öðrum leikmönnum ólöstuðum, lang besti leikmaður liðsins. Sem þjálfari er Hilmar skipulagður, áhugasamur og hvetjandi gagnvart breiðum hópi iðkenda, barna jafnt sem fullorðina, […]

Hamar í toppbaráttu

Staða Hamarsliðanna sem taka þátt í Íslandsmótum á vegum Blaksambandsins með betra móti. Hamar á 3 lið á Íslandsmótunum, karlalið í 1. og næstefstu deild og svo tvö kvennalið, einn í 2. deild og annað í 5. deild. Karlaliðið er sem stendur í efsta sæti 1. deildar og stefnir hraðbyr í úrvalsdeild. Vestri frá Ísafirði […]

Hamar í 8 liða úrslit í bikarnum

Karlalið Hamars sem leikur í 1. deild náði þeim markverða árangri að komast í 8 liða úrlit bikarkeppni Blaksambandsins, Kjörísbikarnum í dag þegar dregið var í 3. umferð. Hamar var í pottinum eftir 3-0 sigur á HK-C í 2. umferð en það vildi svo til að nafn liðsins kom aldrei upp úr pottinum og situr […]

Ólík staða kvennaliðanna í blakinu

Þegar fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 2. og 5. deild er lokið er 2. deildar lið Hamars í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir HK H sem er í fyrsta sætinu. Bæði liðin eru með fullt hús en HK hefur spilað einum leik meira. Annarar deildar liðið stefnir hraðbyr aftur í 1. deild, þaðan sem […]

Frábæru Kjörísmóti lokið

Blakdeild Hamars hélt í gær sitt árlega blakmót, Kjörísmótið, en mótið er stærsta blakmótið sem haldið er á suðurlandinu á ári hverju. Í ár tóku 37 lið þátt í 7 deildum. Tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum. Efsta deild kvenna og báðar karladeildirnar fóru fram í Hveragerði en 2. – 5. deild kvenna kepptu í Iðu […]