22.Umferð 1.deildar karla fór fram í kvöld og mættust lið Hamars og Breiðabliks í Hveragerði. Hamarsmenn leituðu eftir sigri til að tryggja sætið í úrslitakeppnina en Blikar að heimavallarrétti.

Blikarnir gáfu strax fyrir heit fyrir því sem koma skildi þegar þeir opnuðu leikinn á tveimur þriggja stiga körfum 0-6. Hamarsmenn sem unnu frækinn sigur á liði Vals, virtust heillum horfnir og náðu aldrei að etja neinu kappi við Blika sem settu niður hvert skotið á fætur öðru. Blikar leiddu með 29 stigum gegn 20 stigum Hamars eftir fyrsta fjórðung. Blikar settu niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum í fjórðungnum og settu svo 5 af 12 í örðum leikhluta og skutu Hamarsmenn í kaf, en lið Hamars hafði eingöngu hitt 4 skotum af 14 utan af velli. Staðan í hálfleik 36-56. Hamarsmenn reyndu mikið að leita inná Chris Woods en Blikar tvöfölduðu á hann um leið og hann fékk knöttinn, Skotin rötuðu svo ekki rétta leið og náðu Blikar því hverju stoppinu á eftir öðru.
Hamarsmenn ætluðu sér að svara strax í síðari hálfleik og náðu muninum niður í 15 stig 43-58, en þá mætti Tyrone Wayne með skotsveit sína og settu þeir saman 4 þriggja stiga skot niður í fjórðungnum og kláruðu þar með leikinn. Staðan 54-78 og síðasti fjórðungurinn eftir. Blikar slökuðu á klóni fyrir utan línuna og settu aðeins eitt skot í sjö tilraunum utan af velli, það var þó ekki til þess að hjálpa Hamarsmönnum að komast inní leikinn en þeir skutu ekki nema 37% af skotum sínum í körfuna 29/79, erfitt að sigra með slíka nýtingu. Lokatölur voru 78-100.
Tapið þýðir það að Hamarsmenn leitast því enn eftir því að tryggja sætið í úrslitakeppnina, en næsti leikur liðsins er næstkomandi mánudag í Gravarvogi gegn Fjölni.

Stigaskor: Erlendur: 20 stig, 6 fráköst, Chris Woods: 14 stig, 13 fráköst, Örn: 14 stig, Hilmar 11 stig, Rúnar: 9 stig, Guðjón: 4 stig, Oddur 3 stig, 5 stoð. Smári: 3 stig

Annað sem veldur áhuggjum varðandi tapið er hve slakt gengið hefur verið hjá Hamri á heimavelli það sem af er vetri. Leikirnir eru 11 talsins en aðeins hefur sigur unnist þrisvar, þar af tvisvar gegn Ármanni, botnliði deildarinnar sem enn hefur ekki unnið leik. Einnig unnum við granna okkar frá Selfossi. Töpin eru hinsvegar orðin átta. Þó má alltaf finna eitthvað jákvætt, en ef við náum í úrslitakeppnina þá erum við ekki með heimavallarréttinn.