Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Allir út! Fjallganga og hlaup.

Æfingar hjá Skokkhóp Hamars í vetur verða sem hér segir.

  • Mánudaga   kl. 17.30   – Brekkusprettir
  • Þriðjudagar kl. 17.30   – fjölbreyttar æfingar
  • Fimmtudaga kl. 17.30  – “Svindlara”-æfing
  • Laugardaga kl. 10.00   – Létt og skemmtilegt.

 Byrjendaæfingar verða frá og með 21.október sem hér segir.

  • Mánudaga   kl. 17.00   – Létt en krefjandi
  • Fimmtudaga kl. 17.00  – Fjölbreytt æfing
  • Laugardaga kl. 10.00   – Létt og skemmtilegt – allir með!

 

Nú eins og alltaf eru byrjendur velkomnir á hvaða æfingu sem er en enginn er látinn gera meir en hann sjálfur treystir sér til. Enga feimni bara mæta!

Þjálfari er Pétur Frantzson

 

Fjallgöngur á laugardögum.

Gegnið á fjallNú er stefnt að, líkt og undangengin ár, að fara fjallgönguferðir í anda Sverris með ca. 6 vikna millibili í vetur.

Fjallgangan er auglýst í tíma hér á heimasíðu Hamars og Fésbókarsíðu okkar en hinn rómaði Sverrir Geir Ingibjartsson hefur alla jafna séð um skipulag og leiðsögn í þeim ferðum. Allir velkomnir!