Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Aldrei logn hjá skokkhóp

Dagskráin hjá Skokkhóp Hamars er aðeins að breytast en engin lognmolla samt. Mánudagsæfingar falla niður frá og með þessari viku en þriðjudagsæfingar verða Hamars-hrigur/Svindlari kl. 17:30 . Fimmtudagsæfingar léttar og góðar og á sama tíma, 17:30 frá sundlaug.

Annars eru helstu viðburðir framundan þessir;

Laugardag 11.október er síðasta hefðbundna „sumar“ æfingin frá Laugarskarði kl. 9:30

Fimmtudag 16.október – Létt æfing og súpa á eftir (nánar síðar).

Laugardag 18.október – Fjallganga en lagt af stað frá Sundlaug kl. 9:30 (nánar síðar)

Laugardaginn 25.október – Vetrarkomu fagnað með hálfu og heilu maraþoni (Haustmaraþon FM) fyrir þá sem vilja.

8-9. nóvember – Haustfagnaður á Hótel Hellu   Þetta 2 nætur með morgunmat, rúta og gönguferð með leiðsögumanni inn í Þórsmörk á 28.þúsund fyrir tvo í herbergi. Pétur tekur við skráningum í síma 844-6617